Fótbolti

Markastífla Kristianstads brast með látum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif Atladóttir í landsleiknum gegn Brasilíu í síðustu viku.
Sif Atladóttir í landsleiknum gegn Brasilíu í síðustu viku. vísir/anton
Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstads unnu góðan sigur á Kopparbergs/Göteborg, 5-2, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Kristianstads var aðeins búið að skora sex mörk í átta deildarleikjum fyrir leikinn í dag þar sem stíflan brast með látum.

Sif Atladóttir lék allan leikinn í vörn Kristianstads sem er í 8. sæti deildarinnar.

Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt hreinu í 0-2 sigri Djurgården á Hammarby á útivelli. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar hjá Djurgården.

Með sigrinum lyfti Djurgården sér upp í 6. sæti deildarinnar.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United töpuðu öðrum leiknum í röð, nú fyrir Piteå, 0-1. Glódís var á sínum stað í vörn Eskilstuna og lék allan leikinn.

Eskilstuna er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, fimm stig á eftir toppliði Linköpings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×