„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:28 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Stefán Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“ Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“
Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent