Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 21:27 Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra. vísir/anton brink Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“ Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. „Þetta eru mikil vonbrigði, að ein stærsta þjóð í heimi skuli draga sig út,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, í samtali við Vísi. Hún segir þó um leið að athyglisvert hafi verið að fylgjast með viðbrögðum annarra þjóða í aðdraganda tilkynningarinnar. „Það er jafnframt athyglisvert og gott að sjá að aðrar stærri þjóðir eins og Kína hafa verið að þétta raðirnar með Evrópusambandinu og standa fast á því að við framfylgjum Parísarsamkomulaginu.“Donald Trump er ekki einráður Donald Trump hefur ítrekað gagnrýnt samkomulagið og ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr því virðist ekki hafa komið heimsbyggðinni á óvart. Björt segir mikilvægt að muna að Bandaríkjaforseti sé ekki einráður í viðbrögðum við loftslagsbreytingum. „Hann er ekki einráður um losun gróðurhúsalofttegunda frá Bandaríkjunum og það sem við höfum verið að sjá er að atvinnulífið er á móti honum. Atvinnuvegir í Kaliforníu og Flórída hafa vitað það að fyrirtæki eiga mjög mikið undir því að vera umhverfisvæn og loftslagsmeðvituð vegna þess að neytendur kjósa slíkar vörur og kjósa að skipta við þannig fyrirtæki.“ Hún bindur miklar vonir við það að Bandaríkjamenn fari ekki á sveif með forsetanum. „Hreinlega út af því að fólk veit betur. Og það er ljóstýra,“ segir Björt. En hvaða áhrif mun úrsögn Bandaríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hafa á stefnu Íslendinga í loftslagsmálum? „Ísland kvikar ekkert frá sinni stefnu heldur þéttir raðirnar með öðrum, við erum búin að undirrita Parísarsamkomulagið. Ef eitthvað er þá viljum við gera enn betur við þessi tíðindi og vera í enn meira samstarfi við hinar fjölmörgu þjóðir sem átta sig á vandanum,“ segir Björt. „Það er á hreinu að við viljum standa saman í áframhaldinu. Við lýsum yfir vonbrigðum yfir því að Trump hafi tekið þessa ákvörðun. Við höldum ótrauð áfram.“
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Donald Trump tekur ákvörðun um Parísarsamkomulagið - Bein útsending Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37