Erlent

Þúsundir lugu til að fá miða á styrktartónleika Ariönu Grande

Atli Ísleifsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/afp
Rúmlega 10 þúsund óvandaðir einstaklingar fullyrtu ranglega að þeir hafi verið á tónleikum Ariönu Grande í Manchester í síðasta mánuði til að fá fría miða á tónleikana sem haldnir verða á sunnudag til styrktar fórnarlömbum hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendum hinna látnu.

Miðasölufyrirtækisið Ticketmaster greina frá þessu í yfirlýsingu en allir þeir sem voru á tónleikum 22. maí áttu að fá fría miða á styrktartónleikana.

Um 25 þúsund manns sóttu slíka miða, en einungis voru 14.200 manns á tónleikum Ariönu Grande sem fram fóru í Manchester Arena. Alls létu 22 manns lífið og tugir særðust í sjálfsvígssprengjuárás hins 22 ára Salman Abedi.

Tónleikarnir á sunnudag kallast One Love Manchester og verða haldnir á krikketvellinum Old Trafford. Reiknað er með að það muni takast að safna um tvær milljónir punda fyrir fórnarlömb árásarinnar og aðstandendur.

Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum, auk Grande, eru Robbie Williams, Little Mix, Take That, Katy Perry, Miley Cyrus, Black Eyed Peas, Coldplay, Take That, Usher, Pharrell Williams og Justin Bieber.

Miðar á tónleikana sem fóru í almenna sölu seldust upp á tuttugu mínútum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×