Lífið

Ariana Grande aflýsir tónleikum

Atli Ísleifsson skrifar
Ariana Grande.
Ariana Grande. Vísir/afp

Bandaríska söngkonan Ariana Grande hefur aflýst fyrirhuguðum tónleikum sínum á næstu dögum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar sem varð í Manchester. Árásin átti sér stað að loknum tónleikum hennar í Manchester Arena.

Umboðsmenn Grande greindu frá ákvörðuninni síðdegis í dag, en næstu tónleikar Ariönu Grande verða þann 7. júní í París.

Ekkert verður því úr fyrirhuguðum tónleikum hennar í London, Antwerpen, Lodz, Frankfurt og Zürich.

22 létu lífið og á sjötta tug manna særðust í árásinni á mánudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Ariana Grande niðurbrotin

Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.