Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:54 Birkir Bjarnason. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM. Aston Villa gaf nefnilega Birki Bjarnasyni frí í síðustu leikjum liðsins í ensku b-deildinni til að gefa honum meiri tíma til að komast í form fyrir leikinn gegn Króatíu. Það var vel þegið hjá Heimi. Birkir meiddist fyrr á árinu og hefur ekki spilað lengi. Heimir var spurður út í meiðsli landsliðsmanna og hvaða áhrif þetta hefur á hans ákvörðunartöku við það að velja byrjunarliðið fyrir Króatíuleikinn. „Við munum stilla upp því liði sem við teljum best á leikdegi. Við munum nota vikuna vel til að skoða það og hvað sé best fyrir Ísland á sunnudaginn. Þess vegna hefur þessi hálfi mánuður verið mjög góður fyrir okkur,“ sagði Heimir. Heimir hefur verið með æfingar fyrir leikinn gegn Króatíu í dágóðan tíma, fyrir þá leikmenn sem kláruðu snemma. „Þetta hefur verið ákaflega góður tími fyrir okkur. Sumir hafa verið búnir snemma, aðrir eru að klára á sunnudaginn. Það er okkar að stilla menn saman. Leikmenn hafa líka fengið frí á milli, þetta hefur verið góður tími,“ sagði Heimir. Ísland mætir Króatíu á Laugardalsvellinum sunnudaginn 11. Júní en þetta eru tvö efstu lið riðilsins og nánast úrslitaleikur um efsta sætið sem skilar sæti á HM í Rússlandi 2018. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45 Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30 Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02 Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM. Aston Villa gaf nefnilega Birki Bjarnasyni frí í síðustu leikjum liðsins í ensku b-deildinni til að gefa honum meiri tíma til að komast í form fyrir leikinn gegn Króatíu. Það var vel þegið hjá Heimi. Birkir meiddist fyrr á árinu og hefur ekki spilað lengi. Heimir var spurður út í meiðsli landsliðsmanna og hvaða áhrif þetta hefur á hans ákvörðunartöku við það að velja byrjunarliðið fyrir Króatíuleikinn. „Við munum stilla upp því liði sem við teljum best á leikdegi. Við munum nota vikuna vel til að skoða það og hvað sé best fyrir Ísland á sunnudaginn. Þess vegna hefur þessi hálfi mánuður verið mjög góður fyrir okkur,“ sagði Heimir. Heimir hefur verið með æfingar fyrir leikinn gegn Króatíu í dágóðan tíma, fyrir þá leikmenn sem kláruðu snemma. „Þetta hefur verið ákaflega góður tími fyrir okkur. Sumir hafa verið búnir snemma, aðrir eru að klára á sunnudaginn. Það er okkar að stilla menn saman. Leikmenn hafa líka fengið frí á milli, þetta hefur verið góður tími,“ sagði Heimir. Ísland mætir Króatíu á Laugardalsvellinum sunnudaginn 11. Júní en þetta eru tvö efstu lið riðilsins og nánast úrslitaleikur um efsta sætið sem skilar sæti á HM í Rússlandi 2018.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45 Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30 Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02 Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Heimis í Laugardalnum Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag hópinn sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 þann 11. júní. 2. júní 2017 13:45
Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. 2. júní 2017 13:30
Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Viðar Örn Kjartansson er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 annan sunnudag. 2. júní 2017 11:02
Sýna Króatíuleikinn á risaskjá fyrir utan Laugardalsvöllinn Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem eru ekki með miða á leik Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum 11. júní næstkomandi geta engu að síður mætt í Laugardalinn og fengið stemmninguna beint í æð. 2. júní 2017 13:23