Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 16:38 Donald Trump gæti hafa komið sér í klandur með bráðlæti á samskiptamiðlum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans. Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans.
Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33
Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06
Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41
Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07
Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11
100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31