Enska knattspyrnusambandið sýndi enga miskunn þegar þeir tóku á máli tveggja stuðningsmanna enska landsliðsins sem gerðust sekir um ósæmilega hegðun á vináttulandsleik í Þýskalandi í mars.
England tapaði þessum leik á móti heimsmeisturum Þjóðverja 1-0 en hann fór fram í Dortmund. Hegðun sumra ensku stuðningsmannanna var afar ómerkileg en einhverjir púuðu á þýska þjóðsönginn og sungu síðan níðsöngva um seinni heimsstyrjöldina.
Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins hafa nú verið settir í lífstíðarbann fyrir að reyna að nota nasistakveðjur til að æsa upp stuðningsfólk þýska landsins. BBC segir frá.
Annar þeirra bauð upp á nasistakveðju í stúkunni en hinn sást senda þýsku áhorfendunum skilaboð með því að búa bæði til Adolf Hitler yfirvararskegg og þykjast skera menn á háls. Mennirnir fara í bann hjá England Supporters Travel Club, Ferðaklúbbi stuðningsmanna enska landsliðsins, en það þýðir að þeir geta ekki sótt landsleiki utan Englands.
Enska sambandið setti viðkomandi aðila í ævibann sem er harðari refsing en hefur verið beitt hingað til. Alls hafa 27 aðilar verið settir í bann en enginn þeirra fyrir lífstíð.
Það er líklega engin tilviljun að enska knattspyrnusambandið gefi út þessi bönn núna en framundan er mikilvægur leikur Englendinga og Skota á Hampden Park í undankeppni HM.
Hópur ólátabelgja hefur farið stækkandi að undanförnu og enska sambandið ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að sú þróun haldi áfram. Fótboltabullurnar fá hinsvegar skýr skilaboð með lífstíðarbanni þessara tveggja manna.
Enskir stuðningsmenn í sögulegt lífstíðarbann fyrir nasistakveðju
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



