Erlent

Anders Behring Breivik breytir um nafn

Atli Ísleifsson skrifar
Anders Breivik.
Anders Breivik. Vísir/EPA
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik vill ekki lengur vera þekktur undir því nafni og hefur nú breytt nafni sínu hjá þjóðskrá Noregs. Heitir maðurinn nú Fjotolf Hansen.

Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, staðfestir þetta í samtali við Verdens Gang.

Storrvik segist nýlega hafa frétt af nafnabreytingunni, en getur ekki svarað spurningum um ástæður nafnabreytingarinnar.

Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi, með möguleika á framlengingu, fyrir að hafa banað 77 manns í árásum sínum í miðborg Óslóar og Útey þann 22. júlí 2011.

Tilkynnt var í gær að Breivik geti ekki áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar Noregs, en hann hafði áður kært norska ríkið fyrir illa meðferð í fangelsi. Hyggst hann fara með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu.


Tengdar fréttir

Breivik kærir illa meðferð til mannréttindadómstólsins í Strassbourg

Samkvæmt Breivik brýtur meðferðin í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. Hann nefnir því til stuðnings að hann sé búinn að vera of lengi í einangrun, sé of oft í handjárnum og að líkamsleitir séu of tíðar. Einnig nefnir hann að mikil afskipti séu höfð af bréfasamskiptum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×