Varaformaðurinn hættur og pattstaða uppi í samtökunum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Ólafur hefur ekki í hyggju að hætta sem formaður en Ása Steinunn er hins vegar hætt sem varaformaður. vísir/vilhelm/stefán Pattstaða er komin upp hjá stjórn Neytendasamtakanna. Stjórnarfundur sem fram fór í gær var afar stuttur en formaðurinn sleit fundinum eftir að lögð var fram tillaga um að fundarstjóri yrði kosinn. Rétt áður en Fréttablaðið fór í prent í gærkvöldi, sagði Ása Steinunn Atladóttir, varaformaður samtakanna, af sér. Hún sendi stjórninni bréf þess efnis. Í upphafi mánaðarins lýsti stjórn samtakanna yfir vantrausti á formanninn Ólaf Arnarson en hann ætlar að sitja áfram sem formaður. Aðrir stjórnarmenn segja að ástæðan fyrir vantraustinu sé að formaðurinn hafi skuldbundið samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Reyna átti að sætta ólíkar hliðar á fundinum í gær. „Ég er eiginlega orðlaus enn þá. Hann kom inn, setti fund, sleit honum og gekk út án þess að gefa færi á að ræða nokkur mál,“ segir Stella Hrönn Jóhannsdóttir, gjaldkeri samtakanna. Á fundinum bar Stella fram tillögu um að kosinn yrði fundarstjóri en Ólafur sagði þá að hann stýrði fundum. Bónin um kosninguna var ítrekuð og í kjölfarið var fundi slitið. „Við höfum engan áhuga á að samtökin fari í þrot eða það þurfi að segja upp starfsfólki. Með þeim skuldbindingum sem hann hefur gert er staðan býsna alvarleg en hún er ekki óyfirstíganleg,“ segir Stella. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir Ólafur það að hann hafi slitið fundi eftir tillögu um kosningu fundarstjóra. „Formaður stjórnar stýrir fundum. Það er almenn regla og hefur verið algjör regla hjá Neytendasamtökunum,“ segir Ólafur og bætir við að það mætti hugsa sér að formaður víki sem fundarstjóri ef einhver vafi væri uppi um hæfi hans. „Þegar deilur eru milli formanns og stjórnar er formaður ekki vanhæfari en aðrir til að stýra fundum.“ Ólafur segir að í málinu hafi hann verið borinn alvarlegum sökum, sem jaðri við hegningarlagabrot, og að ef einhver fótur væri fyrir þeim væri búið að hringja á lögregluna. Hann muni ekki láta stjórnina, sem borið hefur hann sökum „gegn betri vitund“, stela völdum á stjórnarfundum. Hann bætir því við að hann hafi hlotið 56 prósent kosningu sem formaður þeirra. „Þrátt fyrir deilur stjórnar eru samtökin algjörlega starfhæf. Skrifstofan gengur sinn vanagang og ég sinni verkefnum formanns,“ segir Ólafur. Líkt og áður segir er komin upp algjör pattstaða og ekki liggur fyrir hvernig leyst verður úr henni. „Ef það þarf að höggva á hnútinn með því að kjósa upp á nýtt, þá óttast ég ekki þá kosningu,“ segir Ólafur.Úr fundargerð stjórnarfundar Neytendasamtakanna þann 15. febrúar sl.Fjallað var um starfskjaranefnd og var Ása St. Atladóttir, varaformaður samtakanna, fengin til þess að undirrita ráðningarsamning samtakanna við Ólaf sem var gerður á grundvelli vinnu starfskjaranefndar. Um hefðbundinn ráðningarsamning er að ræða.Fjallað var um vilja samtakanna til þess að útvega bifreið fyrir formann samtakanna og skrifstofu. Páll fór yfir ýmsa kosti í þeim efnum og lagði fram niðurstöðu um að hagstæðast er að leigja bíl á rekstrarleigu. Páll og Ólafur höfðu fundið Citroen Cactus sem kom vel út og yrði leigður hjá [...], sem virðist vera nær eitt á þessum markaði með rekstrarleigu nýrra bíla. Fundamenn voru sumir hverjir ekki sáttir við að samtökin eigi viðskipti við [...] vegna framkomu fyrirtækisins gagnvart neytendum eftir hrunið. Nefndur var sá möguleiki að leigja bíl í gegnum bílaleigu, til langs tíma, en það virðist vera einhver munur þar á - bæði fjárhagslega og einnig eru þeir bílar eldri. „Ég er með tölvupóstana sem sýna samþykkt þessara fundargerða,“ segir Ólafur. „Ég skrifaði hana ekki. Ég vinn ekki svona eins og þetta fólk sakar mig um og vinn ekki eins og það vinnur.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ítreka að vantraust ríki á milli stjórnar og formanns Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna sendir frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað var að enn ríki vantraust á milli stjórnar og formanns samtakanna. 22. maí 2017 19:04 Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Pattstaða er komin upp hjá stjórn Neytendasamtakanna. Stjórnarfundur sem fram fór í gær var afar stuttur en formaðurinn sleit fundinum eftir að lögð var fram tillaga um að fundarstjóri yrði kosinn. Rétt áður en Fréttablaðið fór í prent í gærkvöldi, sagði Ása Steinunn Atladóttir, varaformaður samtakanna, af sér. Hún sendi stjórninni bréf þess efnis. Í upphafi mánaðarins lýsti stjórn samtakanna yfir vantrausti á formanninn Ólaf Arnarson en hann ætlar að sitja áfram sem formaður. Aðrir stjórnarmenn segja að ástæðan fyrir vantraustinu sé að formaðurinn hafi skuldbundið samtökin án þess að bera það undir stjórnina. Reyna átti að sætta ólíkar hliðar á fundinum í gær. „Ég er eiginlega orðlaus enn þá. Hann kom inn, setti fund, sleit honum og gekk út án þess að gefa færi á að ræða nokkur mál,“ segir Stella Hrönn Jóhannsdóttir, gjaldkeri samtakanna. Á fundinum bar Stella fram tillögu um að kosinn yrði fundarstjóri en Ólafur sagði þá að hann stýrði fundum. Bónin um kosninguna var ítrekuð og í kjölfarið var fundi slitið. „Við höfum engan áhuga á að samtökin fari í þrot eða það þurfi að segja upp starfsfólki. Með þeim skuldbindingum sem hann hefur gert er staðan býsna alvarleg en hún er ekki óyfirstíganleg,“ segir Stella. Í samtali við Fréttablaðið staðfestir Ólafur það að hann hafi slitið fundi eftir tillögu um kosningu fundarstjóra. „Formaður stjórnar stýrir fundum. Það er almenn regla og hefur verið algjör regla hjá Neytendasamtökunum,“ segir Ólafur og bætir við að það mætti hugsa sér að formaður víki sem fundarstjóri ef einhver vafi væri uppi um hæfi hans. „Þegar deilur eru milli formanns og stjórnar er formaður ekki vanhæfari en aðrir til að stýra fundum.“ Ólafur segir að í málinu hafi hann verið borinn alvarlegum sökum, sem jaðri við hegningarlagabrot, og að ef einhver fótur væri fyrir þeim væri búið að hringja á lögregluna. Hann muni ekki láta stjórnina, sem borið hefur hann sökum „gegn betri vitund“, stela völdum á stjórnarfundum. Hann bætir því við að hann hafi hlotið 56 prósent kosningu sem formaður þeirra. „Þrátt fyrir deilur stjórnar eru samtökin algjörlega starfhæf. Skrifstofan gengur sinn vanagang og ég sinni verkefnum formanns,“ segir Ólafur. Líkt og áður segir er komin upp algjör pattstaða og ekki liggur fyrir hvernig leyst verður úr henni. „Ef það þarf að höggva á hnútinn með því að kjósa upp á nýtt, þá óttast ég ekki þá kosningu,“ segir Ólafur.Úr fundargerð stjórnarfundar Neytendasamtakanna þann 15. febrúar sl.Fjallað var um starfskjaranefnd og var Ása St. Atladóttir, varaformaður samtakanna, fengin til þess að undirrita ráðningarsamning samtakanna við Ólaf sem var gerður á grundvelli vinnu starfskjaranefndar. Um hefðbundinn ráðningarsamning er að ræða.Fjallað var um vilja samtakanna til þess að útvega bifreið fyrir formann samtakanna og skrifstofu. Páll fór yfir ýmsa kosti í þeim efnum og lagði fram niðurstöðu um að hagstæðast er að leigja bíl á rekstrarleigu. Páll og Ólafur höfðu fundið Citroen Cactus sem kom vel út og yrði leigður hjá [...], sem virðist vera nær eitt á þessum markaði með rekstrarleigu nýrra bíla. Fundamenn voru sumir hverjir ekki sáttir við að samtökin eigi viðskipti við [...] vegna framkomu fyrirtækisins gagnvart neytendum eftir hrunið. Nefndur var sá möguleiki að leigja bíl í gegnum bílaleigu, til langs tíma, en það virðist vera einhver munur þar á - bæði fjárhagslega og einnig eru þeir bílar eldri. „Ég er með tölvupóstana sem sýna samþykkt þessara fundargerða,“ segir Ólafur. „Ég skrifaði hana ekki. Ég vinn ekki svona eins og þetta fólk sakar mig um og vinn ekki eins og það vinnur.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ítreka að vantraust ríki á milli stjórnar og formanns Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna sendir frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað var að enn ríki vantraust á milli stjórnar og formanns samtakanna. 22. maí 2017 19:04 Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ítreka að vantraust ríki á milli stjórnar og formanns Meirihluti stjórnar Neytendasamtakanna sendir frá sér yfirlýsingu þar sem ítrekað var að enn ríki vantraust á milli stjórnar og formanns samtakanna. 22. maí 2017 19:04
Lýsa yfir vantrausti á formann Neytendasamtakanna Stjórnin samþykkti vantraustsyfirlýsinguna á síðasta stjórnarfundi. Ólafur ætlar ekki að láta það hafa áhrif á störf sín. 19. maí 2017 14:12