Innlent

Ítalskur ferðamaður á reiðhjóli lést

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla óskar þess að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir mannsins um Nesjavallaveg í gær hafi samband.
Lögregla óskar þess að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir mannsins um Nesjavallaveg í gær hafi samband.
Ítalskur ferðamaður á þrítugsaldri, sem fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi eftir miðjan dag í gær, hefur verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi í Reykjavík.

Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.

„Maðurinn virðist hafa fallið af reiðhjóli sínu á leið sinni um Nesjavallaveg vestan Dyrafjalla og hlotið við það alvarlega höfuðáverka.  

Lögregla óskar þess að þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir mannsins um Nesjavallaveg í gær hafi samband í síma 444 2000 eða í tölvupósti á netfanginu sudurland@logreglan.is  

Ekki er unnt að gefa upplýsingar um nafn hans að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×