Herlög forseta Filippseyja verða svipuð og í tíð Marcos Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Herlögin gilda á eynni allri og eru hermenn sýnilegri en áður í stærstu borgum. Myndin er frá Davao þar sem Duterte var áður borgarstjóri. Duterte er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð glæpamanna. vísir/epa Ófremdarástand ríkir um þessar mundir í Marawi-borg á Mindanao, syðstu ey Filippseyja, en meðal annars hafa vígamenn brugðið á það ráð að taka tugi kirkjugesta í gíslingu. Krafa þeirra er að herlögum verði aflétt og að þeir fái að yfirgefa borgina óáreittir. Herlögum var lýst yfir á eynni eftir að herinn réðst til atlögu gegn öfgahreyfingunni Abu Sayyaf, sem hefur lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið, með þeim afleiðingum að liðsmenn hennar tvístruðust og leituðu inn í Marawi. Aðgerð hersins átti sér stað á þriðjudag. Þegar inn í borgina var komið lögðu mennirnir eld að kaþólskri kirkju, fangelsi borgarinnar, tveimur skólum, tveimur brúm og tóku yfir ýmsar byggingar í miðborginni. Um 200 þúsund manns búa í borginni en þúsundir hafa gripið til þess ráðs að flýja hana á meðan bardagar hersins og skæruliðanna standa yfir. Í yfirlýsingu frá erkibiskupnum Socrates Villegas, æðsta klerki kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum, segir að vígamennirnir hafi ráðist inn í dómkirkju borgarinnar og haldi þar presti, þremur starfsmönnum og tíu kirkjugestum í gíslingu. „Þeir hóta að taka gíslana af lífi ef hermenn stjórnarinnar verða ekki kallaðir til baka frá borginni,“ segir í yfirlýsingu Villegas. „Presturinn tók ekki þátt í átökunum. Hann er óvopnaður og engum stafar ógn af honum. Gíslatakan á honum og öðrum kirkjugestum brýtur gegn öllum reglum vopnaðra átaka.“ Alls er talið að um hundrað meðlimir samtakanna hafi ráðist inn í borgina eftir aðgerðina. Þegar það gerðist var Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, í opinberri heimsókn í Rússlandi. Duterte er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð glæpona og lýsti nær umsvifalaust yfir herlögum á eynni. Þau munu gilda í sextíu daga. Ef átökin dragast á langinn gæti komið til greina að setja herlög á víðar í landinu. „Sum okkar hafa upplifað herlög, þegar Marcos ríkti, og ég get fullvissað ykkur um það að herlögin nú verða ekki öðruvísi á nokkurn hátt. Þau munu verða mjög harkaleg,“ segir Duterte. Vísar hann þar til Ferdinand Marcos forseta sem ríkti á Filippseyjum frá 1965-86, þar af árin 1972-81 sem einræðisherra í krafti herlaga. Áætlanir forsetans hafa sætt gagnrýni víða en margir telja að vandamál landsins sé ekki hægt að leysa með byssukúlum. Forsetinn lætur þau orð sem vind um eyru þjóta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Ófremdarástand ríkir um þessar mundir í Marawi-borg á Mindanao, syðstu ey Filippseyja, en meðal annars hafa vígamenn brugðið á það ráð að taka tugi kirkjugesta í gíslingu. Krafa þeirra er að herlögum verði aflétt og að þeir fái að yfirgefa borgina óáreittir. Herlögum var lýst yfir á eynni eftir að herinn réðst til atlögu gegn öfgahreyfingunni Abu Sayyaf, sem hefur lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið, með þeim afleiðingum að liðsmenn hennar tvístruðust og leituðu inn í Marawi. Aðgerð hersins átti sér stað á þriðjudag. Þegar inn í borgina var komið lögðu mennirnir eld að kaþólskri kirkju, fangelsi borgarinnar, tveimur skólum, tveimur brúm og tóku yfir ýmsar byggingar í miðborginni. Um 200 þúsund manns búa í borginni en þúsundir hafa gripið til þess ráðs að flýja hana á meðan bardagar hersins og skæruliðanna standa yfir. Í yfirlýsingu frá erkibiskupnum Socrates Villegas, æðsta klerki kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum, segir að vígamennirnir hafi ráðist inn í dómkirkju borgarinnar og haldi þar presti, þremur starfsmönnum og tíu kirkjugestum í gíslingu. „Þeir hóta að taka gíslana af lífi ef hermenn stjórnarinnar verða ekki kallaðir til baka frá borginni,“ segir í yfirlýsingu Villegas. „Presturinn tók ekki þátt í átökunum. Hann er óvopnaður og engum stafar ógn af honum. Gíslatakan á honum og öðrum kirkjugestum brýtur gegn öllum reglum vopnaðra átaka.“ Alls er talið að um hundrað meðlimir samtakanna hafi ráðist inn í borgina eftir aðgerðina. Þegar það gerðist var Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, í opinberri heimsókn í Rússlandi. Duterte er þekktur fyrir að vera óvæginn í garð glæpona og lýsti nær umsvifalaust yfir herlögum á eynni. Þau munu gilda í sextíu daga. Ef átökin dragast á langinn gæti komið til greina að setja herlög á víðar í landinu. „Sum okkar hafa upplifað herlög, þegar Marcos ríkti, og ég get fullvissað ykkur um það að herlögin nú verða ekki öðruvísi á nokkurn hátt. Þau munu verða mjög harkaleg,“ segir Duterte. Vísar hann þar til Ferdinand Marcos forseta sem ríkti á Filippseyjum frá 1965-86, þar af árin 1972-81 sem einræðisherra í krafti herlaga. Áætlanir forsetans hafa sætt gagnrýni víða en margir telja að vandamál landsins sé ekki hægt að leysa með byssukúlum. Forsetinn lætur þau orð sem vind um eyru þjóta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira