Árásarmaðurinn í Manchester sagður ótrúlega heilaþveginn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2017 07:00 Gríðarleg sorg ríkir í Manchesterborg vegna árásarinnar. vísir/epa Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Salman Abedi, maðurinn sem myrti 22 gesti á leið út af tónleikum Ariönu Grande í Manchester í vikunni, virtist ekki hafa neitt illt í hyggju þegar líbískur kunningi hans hitti hann fyrir tæpum mánuði. „Ég held hann hafi verið alveg ótrúlega heilaþveginn,“ sagði maðurinn í viðtali við Radio 4 á Englandi í gær en ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Viðbúnaður um gjörvallt Bretland er gríðarlegur í kjölfar árásarinnar. Vígbúnir hermenn hjálpa nú lögreglu við að tryggja öryggi á almennum vettvangi. Lögregla handtók í gær sex manns, sem grunaðir eru um að tengjast árásinni. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er um að ræða skipulagðan hóp. Þá voru faðir og bróðir árásarmannsins handteknir í Líbíu í gær, en þaðan er Abedi ættaður. „Árásin var fágaðri en þær sem við höfum séð hingað til og það virðist líklegt að árásarmaðurinn hafi ekki verið einn að verki,“ sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, í gær. Frank Gardner, öryggismálagreinandi BBC, hélt því fram að lögregla teldi að Abedi hefði verið burðardýr. Honum hefði verið falið að sprengja sprengju sem einhver annar bjó til. The New York Times greindi frá því að sprengjan hefði verið einkar aflmikil og málmhlutum, til að mynda hefði nöglum og skrúfum, verið komið fyrir í henni til að valda sem mestum skaða. Þá fann lögregla einnig hlut sem talinn er vera kveikibúnaður.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira