Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. maí 2017 18:45 Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Formaður félagsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði félagið eiga að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrum forsætisráðherra og nú formaður Framfarafélagsins sagði í ræðu sinni á fyrsta fundi félagsins í dag að stjórnmál væri að breytast í grundvallaratriðum. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið standi frammi fyrir. Með fundinum í dag er félagsstarfið formlega farið af stað. „Nú nýtum við sumarið til þess að undirbúa öfluga innkomu í haust varðandi skipulag starfsins, söfnum fólki í félagið vonandi. Leitum hugmynda sem við svo kynnum í haust,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framfarafélagsins og þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur segir að allir flokkar ekki bara Framsóknarflokkurinn eigi að geta nýtt sér það starf og þá vinnu sem félagið komi til með að skila af sér. Í ræðu sinni á fundinum í dag velti Sigmundur Davíð því fyrir sér hvernig samfélögum verði stjórnað í framtíðinni og spurningin er hvort hann sé orðinn afhuga lýðræðinu. „Ég var einmitt að reyna að útskýra það að lýðræðið þyrfti að eiga endurkomu sem byggist á því að menn takist á, rökræði, haldi fram ólíkum skoðunum, bjóði upp á ólíkar lausnir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að samfélagið hafi verið að þróast úr lýðræði í kerfisræði þar sem stjórnmálaumræðan sé orðin einsleit og kerfinu eftirlátið að taka ákvarðanir og stjórna. Hann segir að félagið muni beita sér í komandi sveitar- og borgarstjórnarkosningum á næsta ári. „Ég á allt eins von á því að að við munum já ræða ýmis mál sem að varða sveitarfélögin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, skipulagsmál þar á meðal og vonandi muni það bara lyfta umræðunni,“ segir Sigmundur. Á fundinum í dag var ekki að sjá mótherja Sigmundar úr Framsóknarflokknum og spurningin er hvort stofnun félagsins komi til með að auka enn meira á þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins „Það er nú hellingur af Framsóknarmönnum hérna,“ segir Sigmundur.Ekki mótherjunum?„Ja, ég vona bara að allir Framsóknarmenn líti svo á að þetta sé eitthvað sem geti nýst flokknum,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05 Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Á þriðja hundrað manns mætti á fyrsta fund Framfarafélagsins sem haldinn var í Rúgbrauðsgerðinni í dag. Formaður félagsins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði félagið eiga að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að félagsmenn komi víða að úr samfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fyrrum forsætisráðherra og nú formaður Framfarafélagsins sagði í ræðu sinni á fyrsta fundi félagsins í dag að stjórnmál væri að breytast í grundvallaratriðum. Tilgangur með stofnun félagsins væri að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og hvernig væri best að leysa hin ýmsu mál sem samfélagið standi frammi fyrir. Með fundinum í dag er félagsstarfið formlega farið af stað. „Nú nýtum við sumarið til þess að undirbúa öfluga innkomu í haust varðandi skipulag starfsins, söfnum fólki í félagið vonandi. Leitum hugmynda sem við svo kynnum í haust,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framfarafélagsins og þingmaður Framsóknarflokksins. Sigmundur segir að allir flokkar ekki bara Framsóknarflokkurinn eigi að geta nýtt sér það starf og þá vinnu sem félagið komi til með að skila af sér. Í ræðu sinni á fundinum í dag velti Sigmundur Davíð því fyrir sér hvernig samfélögum verði stjórnað í framtíðinni og spurningin er hvort hann sé orðinn afhuga lýðræðinu. „Ég var einmitt að reyna að útskýra það að lýðræðið þyrfti að eiga endurkomu sem byggist á því að menn takist á, rökræði, haldi fram ólíkum skoðunum, bjóði upp á ólíkar lausnir,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að samfélagið hafi verið að þróast úr lýðræði í kerfisræði þar sem stjórnmálaumræðan sé orðin einsleit og kerfinu eftirlátið að taka ákvarðanir og stjórna. Hann segir að félagið muni beita sér í komandi sveitar- og borgarstjórnarkosningum á næsta ári. „Ég á allt eins von á því að að við munum já ræða ýmis mál sem að varða sveitarfélögin í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, skipulagsmál þar á meðal og vonandi muni það bara lyfta umræðunni,“ segir Sigmundur. Á fundinum í dag var ekki að sjá mótherja Sigmundar úr Framsóknarflokknum og spurningin er hvort stofnun félagsins komi til með að auka enn meira á þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins „Það er nú hellingur af Framsóknarmönnum hérna,“ segir Sigmundur.Ekki mótherjunum?„Ja, ég vona bara að allir Framsóknarmenn líti svo á að þetta sé eitthvað sem geti nýst flokknum,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05 Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Ljóst sé að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. 27. maí 2017 16:05
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51
Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Formaður Framfarafélagsins segir að stjórnmálin þurfi að taka grundvallarbreytingum. 27. maí 2017 14:25
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15