Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. Visir/Eyþór Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“ Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira