Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Anton Egilsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 27. maí 2017 12:03 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. Visir/Eyþór Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greindi frá stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag en hann er jafnframt formaður félagsins. „Tilgangurinn er sá að búa til vettvang fyrir frjóa umræðu fyrir hugmyndir og umræðu um það hvernig best megi leysa hin ýmsu mál sem að samfélagið stendur frammi fyrir,“ sagði Sigmundur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Sigmundur segir umræðuna í pólitíkinni hafa verið að þrengjast, það er að menn séu farnir að tala á svipuðum nótum þó að þeir séu í ólíkum stjórnmálaflokkum og með ólíkar áherslur. „Hér er ætlunin að reyna að snúa þessari þróun við og draga sérstaklega fram fólk sem er með óvenjulegar, nýjar lausnir, geta hugsað út fyrir rammann og þá sem þekkja best til á hverju sviði.“ Stofnun félagsins hefur vakið mikla athygli og spurningin er hvort Sigmundur Davíð sé með þessu móti að máta fólk í nýtt stjórnmálaafl „Hugsunin með þessu er í rauninni sú að laða að fólk úr öðrum flokkum og úr engum flokkum til þess að taka þátt í umræðunni. Okkur er sama hvaðan hugmyndirnar koma, ef þær eru góðar eða umræðuverðar hugmyndir.“Muni ekki stuðla að frekari klofningiAðspurður segist Sigmundur ekki hafa áhyggjur af því að stofnun félagsins komi til með að auka þann klofning sem er innan Framsóknarflokksins. „Þetta ætti nú ekki að hafa áhrif á það vegna þess að með þessu er kominn vettvangur til þess að halda áfram þeirri nálgun sem ég reyndi að innleiða í Framsóknarflokknum. Það er allt gert með jákvæðum formmerkjum því að ég vona að það sem út úr þessu kemur nýtist flokknum öllum.“ Borgar- og sveitarstjórnarkosningar en Sigmundur segist ekki vera að máta sjálfan sig í borgarstjórastólinn með stofnun félagsins. „Nei ég hef nú ekki sett þetta í samhengi við það en eflaust verða ýmis mál sem falla undir borgar- og sveitarstjórnarmál rædd hjá þessu félagi líka.“ Sigmundur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr í aðdraganda stofnfundarins í dag. „Það er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt að upplifa það. Margir eru hrifnir af þessari nálgun, þessari áherslu á hugmyndavinnuna og það að leita nýrra leiða. Vonandi skilar það sér fyrir félagið og þar af leiðandi fyrir samfélagið líka.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira