Innlent

Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt.
Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel
„Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofn­un nýs fé­lags, Fram­fara­fé­lags­ins. 

„Félagið mun vonandi þróast með tímanum og láta til sín taka á ýmsan hátt en þetta er ekki stofnað sem stjórnmálaflokkur. Ég vona hins vegar að stjórnmálaflokkar muni nýta sér það sem kemur frá þessari hugmyndasmiðju og ekki hvað síst minn eigin flokkur.“

Sigmundur segir sjálfur að félagið eigi að stuðla að framförum á öllum sviðum samfélagsins og að því komi fólk hvaðanæva úr samfélaginu; Framsóknarmenn, fólk úr öðrum flokkum og þeir sem aldrei hafa haft formlega aðkomu flokkum.

„Þetta mun allavega nýtast mér í starfi stjórnmálamanns og ég hlakka til að fara á fundi með flokksmönnum í kjördæminu til að ræða nýjar lausnir,“ segir Sigmundur.

Alþekkt er að þingflokkur Framsóknar hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarið, eða allar götur síðan Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur í formannskjöri gegn Sigmundi í október í fyrra. Þá var hart tekist á á miðstjórnarfundi flokksins síðasta laugardag. Sjálfur hefur Sigmundur sagt flokkinn laskaðan eftir átökin undanfarið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×