Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 14:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?