Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan: Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan:
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira