Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan: Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan:
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Sjá meira