Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð segir hið nýstofnaða Framfarafélag ekki pólitískt. Vísir/Daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan: Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags sem á að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“ Hann var gestur þáttarins Reykjavík síðdegis á Bylgunni í dag og ræddi þar hið nýstofnaða félag, Framfarafélagið, og stöðu sína innan Framsóknarflokksins. Þá greindi hann einnig frá stofnun félagsins á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu. Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. Aðspurður hvort hann ætli hreinlega að stofna nýjan stjórnmálaflokk kvaðst Sigmundur ekki með slíkt í huga. „Nei, en það er hins vegar rétt að ástandið í flokknum er ekki gott. Þetta var reyndar góður miðstjórnarfundur að því leyti að menn voru þar afdráttarlausir, lýstu því afdráttarlaust yfir að þetta gengi ekki, staðan eins og hún er.“ Hann sagði þó að ágætt hefði verið að ræða stöðu flokksins og að eftir miðstjórnarfundinn sé ljóst að það sé ekki aðeins lítill hópur innan Framsóknarflokksins sem sé óánægður.„Mótefni við kerfisræði“ og vettvangur fyrir „lýðræðislega umræðu“Framfarafélagið heldur sinni fyrsta opna fund næstkomandi laugardag en Sigmundur segir félagið vettvang til að virkja fólk sem þekkir til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Hann segir Framsóknarflokkinn ekki lengur þennan vettvang fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni, en þetta er líka svarið við því hvernig stjórnmálin hafa verið að þróast,“ sagði Sigmundur. „Við munum leita eftir sjónarmiðum þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og leita til fólks sem sér hlutina í nýju ljósi og getur bent á frumlegar og snjallar leiðir og lausnir,“ sagði Sigmundur enn fremur í Facebook-færslu sinni um stofnun Framfarafélagsins í dag. Í viðtalinu í Reykjavík síðdegis ítrekaði Sigmundur einnig að Framfarafélagið væri bæði svar við kerfisræði og ríkjandi ástandi í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir, sem Sigmundi þykir einsleitt. Hann segir stjórnmálamenn jafnframt ekki sinna hlutverki sínu ef þeir forðast að skapa umræðu. Þá segir hann Framfarafélagið lið í því að „losna við kerfisræði, losna við pólitíska rétttrúnaðinn og hvetja aftur til raunverulegrar lýðræðislegri umræðu.“ Aðspurður hvort félagið sé fyrsti vísir að „Framfaraflokknum“ sagði Sigmundur félagið ekki stofnað sem stjórnmálaflokk. Þá sagði hann Framsóknarmenn vinna að stofnun félagsins en það væri ekki flokkspólitískt. Fyrst og fremst væri Framfarafélagið vettvangur fyrir lýðræðislega umræðu og hugmyndir. „Það eru Framsóknarmenn sem koma að þessu með mér en svo eru allir framfarasinnar boðnir velkomnir.“Tilkynningu Sigmundar um stofnun Framfarafélagsins má lesa hér að neðan:
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira