Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. maí 2017 16:30 Donald Trump. Vísir/AFP Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Demókratar og repúblikanar munu þakka Donald Trump fyrir að hafa losað sig við James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, þegar umræðan um brottreksturinn hefur fjarað út. BBC greinir frá.Þetta er mat Trump sem tísti um brottreksturinn í dag þar sem hann varði ákvörðun sína um að reka Comey. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýnur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Virðist Trump vísa til þess í tístum sínum þar sem hann segir að demókratar hafi lengi vel gagnrýnt Comey harðlega, en séu skyndilega núna leiðir yfir því að hann hafi verið rekinn. Segir Trump að þeir, ásamt repúblikönum, muni þakka sér fyrir að hafa rekið Comey enda ætli Trump sér að fá einhvern til starfa sem yfirmaður FBI sem muni vinna töluvert betra starf. Eftir brottrekstur Comey hafa raddir sem kalla eftir því að skipaður verði sérstakur rannsakandi til þess að rannsaka mögulega afskipti Rússa af forsetakosningunum orðið háværari. Meðal þeirra sem hafa tekið undir það er repúblikaninn John McCain sem segir að sérstök þingnefnd þurfi að rannsaka málið.The Democrats have said some of the worst things about James Comey, including the fact that he should be fired, but now they play so sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 James Comey will be replaced by someone who will do a far better job, bringing back the spirit and prestige of the FBI.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017 Comey lost the confidence of almost everyone in Washington, Republican and Democrat alike. When things calm down, they will be thanking me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07 Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43 Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Stephen Colbert útskýrir af hverju Trump rak yfirmann FBI Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tilkynnt var í gær að Donald Trump hafði rekið James Comey, yfirmann FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. 10. maí 2017 11:07
Comey hélt að brottreksturinn væri hrekkur James Comey, sem rekinn var sem yfirmaður FBI, bandarísku alríkislögreglunnar, í gær af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt í fyrstu að fregnir af brottrekstrinum væri hrekkur. Hann var staddur í Los Angeles þegar fregnirnar bárust honum. 10. maí 2017 12:43
Lavrov grínaðist með brottrekstur Comey í Washington Utanríkisráðherra Rússlands er mættur til Washington til að funda með Rex Tillerson og Donald Trump. 10. maí 2017 14:53
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02