Innlent

Telur alvarlegt að heilbrigðisyfirvöld segi ekki satt um veipur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir. vísir/anton brink

„Það er alvarlegt mál þegar heilbrigðisyfirvöld eru ekki að segja fólki satt,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um það sem hann segir rangfærslur um veipur, eða rafrettur.

Guðmundur Karl er einn þeirra sem standa fyrir ráðstefnu í Háskólabíói klukkan tvö á sunnudag um málefnið. Segir hann að ráðstefnan sé einn mesti tóbaksvarnaraktívismi í Íslandssögunni. Annars vegar verður sýnd heimildarmyndin A Billion Lives og svo taka við erindi frá fræðimönnum og umræður.

„Þetta er hluti af höfundum tveggja tímamótaskýrsla frá Lýðheilsustofnun Englands og Royal College of Phys­icians, sem er 500 ára læknafélag,“ segir Guðmundur Karl og bætir því við að skýrslurnar byggist á hundruðum vandaðra rannsókna.

„Þar ráðleggja þeir sterklega veipur sem leið til að hætta reykingum og halda því fram að þær geti lækkað dánartölur, ekki bara um hundruð eða þúsund heldur allt að hundruð milljóna, en samkvæmt mati WHO  kemur einn milljarður fólks til með að deyja af völdum reykingatengdra sjukdóma á þessari öld,“ segir hann enn fremur.

Guðmundur Karl segir umræðuna hér á landi, sem og víðar, ekki byggjast á vísindum og staðreyndum. „Hér virðast allir vera á móti veipum án þess að hafa skoðað þetta nægilega vel að mínu mati og líka að mati RCP og PHE. Flestir viðurkenna í dag að þetta sé 95 til 99,9 prósent skaðminna. Þetta er bara no-brainer.“

Hann segir ráðstefnuna þó ekki vera neinn fögnuð. Ef einhver sé á öndverðum meiði þá sé honum velkomið að lesa fyrirlesurum pistilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.