Guðni tekur til hendinni á skrifstofu KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2017 16:15 Guðni Bergsson ætlar að ráða yfirmann knattspyrnumála. Það þarf að undirbúa vel og verður ekki gert á næstunni. Mynd/Hilmar Þór Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni. Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Pálma Jónssyni, fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur verið sagt upp störfum hjá sambandinu. Pálmi fagnaði tuttugu ára starfsafmæli sínu hjá KSÍ fyrr á árinu en síðasti starfsdagur hans var í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kom uppsögnin samstarfsmönnum Pálma, núverandi sem fyrrverandi á óvart enda einn reynslumesti starfsmaður skrifstofunnar.Staðan auglýst um helgina Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfestir í samtali við Vísi að gerður hafi verið starfsflokasamningur við Pálma. Blaðamanni lék forvitni á að leika hvort frekari breytingar væru í farvatninu á skrifstofu KSÍ eða hvert framhaldið yrði. „Staðan verður auglýst um helgina og svo sjáum við til. Það fer í eðlilega framvindu,“ segir Guðni. Má segja að það heyri til nokkura tíðinda að til standi að auglýsa laust starf hjá KSÍ. Allur gangur hefur verið á því hvernig staðið hefur verið að ráðningum þar í gegnum tíðina.Kortinu stolið í Sviss Pálmi, hefur sem fyrr segir starfað lengi á skrifstofu KSÍ. Hann komst í fréttirnar haustið 2009 þegar upp komst að hann stæði í málaferlum í Sviss til að endurheimta milljónir sem teknar voru útaf kreditkorti KSÍ á strippstað í Sviss. Atvikið átti sér raunar stað fjórum árum fyrr en upplýstist ekki fyrr en svissneskir blaðamenn komust á snoðir um málið. Stjórn KSÍ hafði aldrei verið upplýst um málið heldur ákváðu þáverandi formaður Eggert Magnússon og framkvæmdastjórinn Geir Þorsteinsson að halda málinu fyrir sig. Geir varð síðar formaður í áratug og tók Guðni við formennsku af honum í febrúar. Eitt af helstu stefnumálum Guðna var ráðning á yfirmanni knattspyrnumála til KSÍ. Yfirmaður knattspyrnumála ekki ráðinn á næstunni „Það var eitt af þeim málum sem ég lagði til, það hefur ekkert breyst. Það má segja að það sé í ágætri skoðun og vinnslu. Maður er auðvitað að fara vel yfir málið og starfið hérna hjá KSÍ. Það er minn vilji og hugmynd að leggja þetta til þegar fram líða stundir þegar búið er að undirbúa málið vel,“ segir Guðni. Ekki megi því reikna með ráðningu í starf yfirmanns knattspyrnumála á næstunni þó það standi sannarlega til. „Þetta er bara mál sem maður vill fara vel í saumana á með mínu fólki í skrifstofunni og í stjórninni,“ segir Guðni sem einnig vill horfa til nágrannaþjóðanna og þeirra reynslu af stöðunni.
Tengdar fréttir Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45