Landlæknir telur samninga við einkaaðila einkennast af stefnuleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2017 18:30 Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum er það óljós að hún býður upp á stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila í heilbrigðisþjónustu að mati landlæknis. Hann segist ekki geta séð að stofnunin hafi hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi í þessari samningsgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og Birgir Jakobsson landlæknir hafa lýst áhyggjum af því hvert heilbrigðiskerfið stefnir. Þar er einkum vísað til vaxtar einkarekstrar og þess að framlög til Landspítalans hafa ekki aukist í réttu hlutfalli við fjárþörf. Eitt af því skotir í kerfið þegar uppbygging einkarekstrar er annars vegar er að ríkið sem þjónustukaupandi skilgreini þau gæði sem keypt eru hverju sinni. Til dæmis með því að bjóða út afmarkaða þætti heilbrigðisþjónustunnar. Dæmi um skilgreiningu væri blóðþrýstingsmæling hjá 20 þúsund einstaklingum á aldrinum 40-50 ára, svo eitt dæmi sé valið af handahófi. „Þegar þú ert búinn að gera þér grein fyrir hver þörfin þá þarf að gera kröfulýsingu um hvernig beri að veita þessa þjónustu, í hvaða magni, gæðum og hvað á að greiða fyrir hana,“ segir Birgir Jakobsson landlæknir. Þetta hefur ekki verið gert hér og þess vegna hefur stofurekstur sérfræðilækna vaxið mjög hratt og samhliða því útgjöld ríkisins til þeirra. „Það stendur í lögum um Sjúkratryggingar að Sjúkratryggingar eigi að gera samninga við heilbrigðisfyrirtæki á grundvelli stefnu heilbrigðisyfirvalda. Nú er það þannig að stefna heilbrigðisyfirvalda er dálítið óljós. Það býður þeirri hættu heim að þetta verði hálfgert stefnuleysi í samningsgerð Sjúkratrygginga Íslands. Það segir líka í lögunum að það eigi að hafa hagsmuni sjúkratryggðra að leiðarljósi við samningsgerð. Ég fæ ekki séð að það ráði ferðinni einmitt núna,“ segir Birgir. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans.Útgjöld skattgreiðenda vegna læknismeðferðar Íslendinga erlendis hafa líka aukist mikið en Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þennan kostnað á grundvelli svokallaðrar biðlistatilskipunar ef sjúklingur hefur beðið í 90 daga eða meira eftir aðgerð. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir það slæma meðferð skattfjár. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum,“ sagði Páll í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Við höfum komið okkur í þessa stöðu á morgum árum vegna þess að við höfum svelt opinbera kerfið en á sama tíma hefur verið aukið í og gefið í í einkarekinni þjónustu,“ segir Birgir Jakobsson.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira