Kristján Þór: Eðlilegt að starfsmenn hafi áhyggjur af stöðunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 13:21 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra. Vísir/Pjetur Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti. Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Krstján Þór Júlíusson menntamálaráðherra segist ekki geta fullyrt um að starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla muni halda sinni réttarstöðu sem opinberir starfsmenn ef af sameiningu Tækniskólans og FÁ verður. Hann skilji efasemdir þeirra og áhyggjur. „Þetta er atriði sem ég verð að vísa til að sé í skoðun. Það er eðlilega afar viðkvæmt þegar verið er að færa til fólk á milli opinbera kerfisins og inn í eitthvert annað umhverfi þar sem skóli er rekinn af einkahlutafélagi. Þá er mjög eðlilegt að uppi séu efasemdir og áhyggjur fólks af sinni réttarstöðu,” sagði Kristján Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Fyrirhuguð sameining skólanna tveggja hefur verið umdeild, en Tækniskólinn er einkarekinn á meðan FÁ er í eigu hins opinbera. Bæði starfsmenn og nemendur fjölbrautaskólans hafa lýst yfir áhyggjum auk þess sem fólk segist ósátt við að hafa ekki verið upplýst um áformin. Þá er stjórnarandstaðan sömuleiðis ósátt við að málið hafi ekki komið til kasta þingsins fyrr. Ákvörðunarvaldið liggur hins vegar hjá Kristjáni Þór, lögum samkvæmt. Kristján segir umræðu um málið hafa farið of snemma af stað en að á sama tíma hafi vinna við áformin tekið of langan tíma. „Mikil ósköp hefði verið hægt að fara öðruvísi að. […] Málið fór bara í þennan farveg og hefði verið miklu æskilegra að geta gert þetta með öðrum hætti og kynnt það.” Ótímabær umræða hafi hins vegar engin áhrif á áformin. „Áform mín eru að skoða kosti og galla við að sameina þessa skóla. Sú vinna er í gangi. Þess vegna finnst mér oft í umræðunni að men gefi sér oft fyrirfram niðurstöðu af svona vinnu, að hún sé annað hvort góð eða slæm og umræðan hefur gengið út á það að finna allt til foráttu án þess að fólk sem að markvisst hafi tekið þátt í umræðunni hafi yfir höfuð snefil af upplýsingum um námið á báðum stöðum eða þeim möguleikum, eða vilji ræða möguleikana sem felast í þessu tækifæri,” segir hann. Þá segir hann næstu skref að halda þessari vinnu áfram og finna út hvernig hægt sé að takast á við þær áskoranir sem framhaldsskólakerfið standi frammi fyrir. Nemendum fari fækkandi og að ljóst sé að hátta þurfi kennslu með öðrum hætti.
Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum