Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar töpuðu fyrir botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar hafa ekki unnið leik síðan 1. mars.
Sverrir Ingi og félagar hafa ekki unnið leik síðan 1. mars. vísir/epa
Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir Granada þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Með sigrinum komst Osasuna loks af botni deildarinnar og sendi Granada í botnsætið. Bæði þessi lið eru þegar fallin.

Granada hefur tapað 11 af síðustu 12 leikjum sínum og ekki fagnað sigri síðan 1. mars.

Granada skipti um knattspyrnustjóra um miðjan apríl og réði gömlu Arsenal-hetjuna Tony Adams.

Sú breyting hefur engu skilað en Granada hefur tapað öllum sex leikjunum undir stjórn Adams með markatölunni 2-15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×