Fótbolti

Lokeren taplaust í síðustu sjö leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar.
Ari Freyr lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar. vísir/getty
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn þegar Lokeren vann 2-3 útisigur á Roeselare í Evrópudeildarumspili í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rúnar Kristinsson er þjálfari Lokeren sem er taplaust í síðustu sjö leikjum sínum.

Lokeren er í 2. sæti B-riðils með 13 stig.

Gary Martin sat allan tímann á varamannabekk Lokeren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×