Erlent

Macron tilkynnir um nýjan forsætisráðherra í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron heldur til Þýskalands síðar í dag þar sem hann mun funda með Angelu Merkel.
Emmanuel Macron heldur til Þýskalands síðar í dag þar sem hann mun funda með Angelu Merkel. Vísir/AFP
Dagskrá Emmanuel Macron er þéttskipuð í dag en hann tók formlega við embætti forseta Frakklands í gær. Þess er beðið með mikilli eftirvæntingu að forsetinn hyggst tilkynna um nýjan forsætisráðherra landsins.

Valið á forsætisráðherra er mjög mikilvægt fyrir Macron sem þarf helst að hljóta mikinn þingstyrk til að hann getið komið fyrirhuguðum efnahagsumbótum sínum í gegn.

Macron hefur lítið viljað tjá sig um hver verði fyrir valinu en fréttaskýrendur telja líklegast að Édouard Philippe, borgarstjóri Le Havre, verði skipaður í embættið. Philippe er ekki félagi í stjórnmálahreyfingu Macron, La République En Marche, heldur kemur hann úr röðum Repúblikana.

Aðrir sem þykja koma til greina er miðjumaðurinn reynslumikli, Francois Bayrou, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard.

Ekki er vitað klukkan hvað greint verði frá ákvörðun Macron. Þó er ljóst að síðar um daginn, klukkan 14:30 að íslenskum tíma, mun Macron eiga fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín.


Tengdar fréttir

Guðni sendir Macron heillaóskir

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent nýkjörnum forseta Frakklands, Emmanuel Macron, heillaóskir í tilefni af embættistöku hans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×