Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Svavar Hávarðsson skrifar 16. maí 2017 05:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. vísir/vilhelm „Þær framkvæmdir sem verið er að skoða eru af þeirri stærðargráðu að augljóst er að þær munu tæpast komast á áætlun á næstu árum nema að takmörkuðu leyti, ef þær ætti að fjármagna af vegafé sem veitt er af fjárlögum,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, um stórframkvæmdir í samgöngumálum út frá höfuðborgarsvæðinu. Jón skipaði starfshóp um miðjan febrúar til að kanna hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Starfshópurinn á að vinna hratt og skila af sér á næstu vikum. Jón segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar króna. Það eru meðal annars Sundabraut, ný Hvalfjarðargöng, tvöföldun eða 2+1 vegur upp í Borgarnes, tvöföldun vegarins til Keflavíkur og austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá. „Ég nefni 100 milljarða með fyrirvara, en nákvæmari kostnaðargreining er eitt þeirra verkefna sem starfshópurinn […] er með á sinni könnu. Þegar þetta er skoðað í samhengi sést að þessar framkvæmdir myndu soga til sín álíka fjárhæð og nífalt vegafé þessa árs. Þá er nokkuð augljóst að það munu líða áratugir þar til við gætum séð þessar framkvæmdir verða að veruleika. Það er með þá staðreynd í huga sem ég er að láta skoða möguleika á því að fjármagna þær með samfjármögnun og kostnaður við framkvæmdirnar yrði greiddur með veggjöldum,“ segir Jón.Ef leiðir frá höfuðborgarsvæðinu eru byggðar upp með gjaldtöku, má nota vegafé á landsbyggðinni.vísir/stöð 2Jón segir að ef tillögur starfshópsins verða álitlegar, og samstaða næst um þær, gætu framkvæmdir hafist með skömmum fyrirvara eða strax á næsta ári, enda undirbúningi sumra þeirra lokið eða hann langt kominn. „Þá verður hægt að búa til framkvæmdaáætlun til hliðar við samgönguáætlun og hefjast síðan handa. Ekki er ósennilegt að framkvæmdatími gæti verið allt að tíu ár, með Sundabraut og nýjum Hvalfjarðargöngum, fái ég grænt ljós,“ segir Jón. Spurður um nýlega skoðanakönnun MMR sem sýndi að 56% svarenda sögðust á móti veggjöldum, telur Jón skoðanakannanir um málið ekki tímabærar – nauðsynlegt sé að sjá hverju vinna starfshópsins skilar. Á þeim grundvelli geti fólk fyrst tekið upplýsta ákvörðun um hvort verkefnið sé álitlegt eða ekki. Ávinningur framkvæmda til hliðar við samgönguáætlun er ekki síst landsbyggðarinnar, að mati Jóns. „Það er alveg ljóst að verði farið í þessar framkvæmdir út frá höfuðborgarsvæðinu, þá mun skapast rými til að ráðast fyrr en ella í brýn verkefni um land allt. Það er víða kallað eftir umbótum, ekki síst á fjölförnum ferðamannaleiðum. Með innheimtu veggjalda á áðurnefndum leiðum erum við líka að fá ferðamenn, þessa nýju stórnotendur að íslenska vegakerfinu, til að taka þátt í uppbyggingu samgönguinnviða með okkur,“ segir Jón. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að vinna sé hafin að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu, sem fjármagnaðar verða með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. 11. febrúar 2017 21:18 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
„Þær framkvæmdir sem verið er að skoða eru af þeirri stærðargráðu að augljóst er að þær munu tæpast komast á áætlun á næstu árum nema að takmörkuðu leyti, ef þær ætti að fjármagna af vegafé sem veitt er af fjárlögum,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, um stórframkvæmdir í samgöngumálum út frá höfuðborgarsvæðinu. Jón skipaði starfshóp um miðjan febrúar til að kanna hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Starfshópurinn á að vinna hratt og skila af sér á næstu vikum. Jón segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar króna. Það eru meðal annars Sundabraut, ný Hvalfjarðargöng, tvöföldun eða 2+1 vegur upp í Borgarnes, tvöföldun vegarins til Keflavíkur og austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá. „Ég nefni 100 milljarða með fyrirvara, en nákvæmari kostnaðargreining er eitt þeirra verkefna sem starfshópurinn […] er með á sinni könnu. Þegar þetta er skoðað í samhengi sést að þessar framkvæmdir myndu soga til sín álíka fjárhæð og nífalt vegafé þessa árs. Þá er nokkuð augljóst að það munu líða áratugir þar til við gætum séð þessar framkvæmdir verða að veruleika. Það er með þá staðreynd í huga sem ég er að láta skoða möguleika á því að fjármagna þær með samfjármögnun og kostnaður við framkvæmdirnar yrði greiddur með veggjöldum,“ segir Jón.Ef leiðir frá höfuðborgarsvæðinu eru byggðar upp með gjaldtöku, má nota vegafé á landsbyggðinni.vísir/stöð 2Jón segir að ef tillögur starfshópsins verða álitlegar, og samstaða næst um þær, gætu framkvæmdir hafist með skömmum fyrirvara eða strax á næsta ári, enda undirbúningi sumra þeirra lokið eða hann langt kominn. „Þá verður hægt að búa til framkvæmdaáætlun til hliðar við samgönguáætlun og hefjast síðan handa. Ekki er ósennilegt að framkvæmdatími gæti verið allt að tíu ár, með Sundabraut og nýjum Hvalfjarðargöngum, fái ég grænt ljós,“ segir Jón. Spurður um nýlega skoðanakönnun MMR sem sýndi að 56% svarenda sögðust á móti veggjöldum, telur Jón skoðanakannanir um málið ekki tímabærar – nauðsynlegt sé að sjá hverju vinna starfshópsins skilar. Á þeim grundvelli geti fólk fyrst tekið upplýsta ákvörðun um hvort verkefnið sé álitlegt eða ekki. Ávinningur framkvæmda til hliðar við samgönguáætlun er ekki síst landsbyggðarinnar, að mati Jóns. „Það er alveg ljóst að verði farið í þessar framkvæmdir út frá höfuðborgarsvæðinu, þá mun skapast rými til að ráðast fyrr en ella í brýn verkefni um land allt. Það er víða kallað eftir umbótum, ekki síst á fjölförnum ferðamannaleiðum. Með innheimtu veggjalda á áðurnefndum leiðum erum við líka að fá ferðamenn, þessa nýju stórnotendur að íslenska vegakerfinu, til að taka þátt í uppbyggingu samgönguinnviða með okkur,“ segir Jón.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34 Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00 Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að vinna sé hafin að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu, sem fjármagnaðar verða með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. 11. febrúar 2017 21:18 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Vegtollar dæmigert pólitískt þras sem engar ákvarðanir hafi verið teknar um Samgönguráðherra segir starfshóp sem hann skipaði einungis vinna að tillögum um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. 19. febrúar 2017 14:34
Daglegir vegfarendur fái verulegan afslátt Hugmyndir um vegatolla á vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu eru í vinnslu í samgönguráðuneytinu. Bæjarstjórar í nærliggjandi sveitarfélögum eru ósammála um ágæti tollanna. Hugmyndin ekki verið rædd í ríkisstjórninni. 13. febrúar 2017 07:00
Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, segir að vinna sé hafin að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu, sem fjármagnaðar verða með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. 11. febrúar 2017 21:18