Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 22:31 Skutlara-síðan á Facebook telur hátt í 35 þúsund manns, en þar er boðið upp á far gegn gjaldi. vísir/stefán Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11