Macron fundar með Tusk og kynnir ríkisstjórn sína Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 10:50 Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta fyrstu daga hans í embætti. Vísir/AFP Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní. Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Dagskráin er þétt skipuð hjá Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag þar sem hann mun meðal annars kynna ríkisstjórn sína og eiga fund með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Upphaflega stóð til að þeir Macron og Tusk myndu hittast í hádeginu en ákveðið var að breyta dagskránni á þann veg að þeir munu eiga kvöldverðarfund í París klukkan 20 að staðartíma. Macron hefur talað hlýlega um Evrópusamvinnuna og Evrópusambandið en lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að gera breytingar á sambandinu. Macron fundaði með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Berlín á mánudag þar sem þau opnuðu bæði á þann möguleika að gera breytingar á Lissabon-sáttmálanum.Fjármál nýrra ráðherra til skoðunar Ný ríkisstjórn verður kynnt í París klukkan 13 að íslenskum tíma. Upphaflega stóð til að ráðherrarnir fimmtán yrðu kynntir til sögunnar í gær en því var frestað um einn dag. Var sú skýring gefin að verið væri að fara yfir einkafjármál ráðherranna einu sinni enn til að koma í veg fyrir möguleg hneykslismál. Fyrr í vikunni var tilkynnt að hægrimaðurinn og Repúblikaninn Édouard Philippe, borgarstjóri í Le Havre, yrði forsætisráðherra nýrrar stjórnar. Franskir fjölmiðlar hafa rætt um að líkur séu á að sósíalistinn og fráfarandi varnarmálaráðherra, Jean-Yves Le Drian, muni áfram eiga sæti í ríkisstjórninni. Le Drian átti fund með Philippe í gær og var fyrstur manna í fráfarandi ríkisstjórn til að lýsa yfir stuðningi við Macron í kosningabaráttunni.Lagarde? Hulot? Royal? Í frétt Aftonbladet segir að orðrómur sé á kreiki um að sjónvarpsfréttamaðurinn Nicolas Hulot kunni að verða ráðherra umhverfismála í nýrri ríkisstjórn. Hulot sóttist eftir að verða forsetaefni Græningja fyrir kosningarnar 2012 en laut þá í lægra handi fyrir Evu Joly. Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar sem mögulegir ráðherrar eru sósíalistinn Ségolène Royal, fráfarandi umhverfisráðherra, Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og Evrópuþingmaðurinn Sylvie Goulard. Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn er fyrirhugaður á morgun en á föstudag er búist við að Macron haldi til Mali til fundar við franska hermenn sem þar eru. Á fimmtudaginn í næstu viku mun Macron svo fara á leiðtogafund NATO-ríkja í Brussel þar sem hann mun meðal annars eiga tvíhliða fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þingkosningar fara fram í Frakklandi 11. og 18. júní.
Frakkland Tengdar fréttir Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35 Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Macron nýr forseti Frakklands Emmanuel Macron var í dag settur í embætti Frakklandsforseta í Elysée-höllinni í París. 14. maí 2017 11:35
Édouard Philippe nýr forsætisráðherra Frakklands Édouard Philippe hefur gegnt embætti borgarstjóra Le Havre frá árinu 2010. 15. maí 2017 13:00