Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2017 21:40 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér. Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér.
Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00
Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12
Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26
Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29