Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“ Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“
Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira