Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“ Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér síðastliðinn fimmtudag. Það hafi gerst skömmu eftir fyrirlestur hans á Grand Hotel þegar hann fór út að borða með aðstandendum fyrirlestursins og öðrum fyrirlesara. Spencer segir ungan mann hafa gengið að sér, heilsað sér og líst yfir aðdáun sinni á Spencer. Skömmu seinna hafi annar maður gengið að honum, tekið í höndina á honum og sagt: „Hoppaðu upp í rassgatið á þér.“ Skömmu seinna hafi hendur hans byrjað að skjálfa, hann hafi orðið dofinn í andlitinu, byrjað að kasta upp og að hjartsláttur hans hafi orðið „hættulega“ hraður. „Ég varði nóttinni á sjúkrahúsi í Reykjavík,“ skrifar Spencer í grein á Frontpagemag.com. Þar segir Spencer að sjúkrahúsið hafi staðfest að lyfi hafi verið komið fyrir í drykk hans. Enn fremur segir Spencer að hann farið til lögreglunnar og tilkynnt atvikið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir Spencer hafa kært hina meintu eitrun og að málið sé í forskoðun. „Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma,“ skrifar Spencer. Hann telur ljóst að „aðdáandi“ hans hafi eitrað fyrir sér þar sem hann hafi verið nær honum en dónalegi maðurinn sem gekk upp að honum. Þá hafi Spencer verið fljótur að finna nafn mannsins og jafnvel símanúmer. Því hafi hann skoðað Facebook síðu mannsins og þar segist Spencer engar vísbendingar hafa séð um að ungi maðurinn hefði í raun verið aðdáandi hans.Skotmark vegna fjölmiðlaRobert Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Spencer hefur víða verið gagnrýndur fyrir skrif sín um Íslam og var honum til að mynda árið 2013 meinað að koma til Bretlands í 3 til 5 ár af þáverandi innanríkisráðherra, Theresu May, sem nú gegnir embætti forsætisráðherra. Óttast var að erindi sem hann hugðist halda myndi valda uppþotum og var ákvörðunin rökstudd með því að Spencer væri einn „öfgafyllsti andstæðingur íslam í heiminum.“Sjá einnig: Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í ReykjavíkSpencer segir líklegast að ungi maðurinn, eða einhver annar, hafi heyrt af því að því að hann væri að koma til Reykjavíkur, kannast við sig og ákveðið að kenna sér lexíu. Hann segir fjölmiðla hafa farið offari í umfjöllun um hann og að þeir og hin ýmsu samtök hafi í raun gert hann að skotmarki. Þá líkir hann meintum aðferðum þeirra við aðferðir Nasista. „Auðvitað telja þeir sig vera að gera eitthvað göfugt. Vinstrið fyllir þá sem það heilaþvær með hatri og á sama tíma gera þeir andstæðingum sínum að ala á hatri, svo að ofbeldisfullir vinstrimenn eins og ungi maðurinn sem eitraði fyrir mér, geti fundist aðgerðir þeirra réttmætar þegar þeir níðast á íhaldsmönnum.“
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira