Erlent

Macron og Pútín ræddu saman í síma

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron kynnti ríkisstjórn sína í gær.
Emmanuel Macron kynnti ríkisstjórn sína í gær. Vísir/AFP
Emmanuel Macron, nýr forseti Frakklands, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddu saman í síma í fyrsta sinn í morgun.

Talsverð spenna hefur ríkt í samskiptum ríkjanna á síðustu árum og ræddu þeir meðal annars hvernig megi bæta þau.

Talsmaður rússneskra stjórnvalda segir að þeir Macron og Pútín hafi sammælst um að vinna saman að því að leysa alþjóðleg og svæðisbundin deilumál – þeirra á meðal stríðið gegn hryðjuverkum.

Pútín fundaði með Marine Pe Len, forsetaframbjóðenda frönsku Þjóðfylkingarinnar, í Moskvu í aðdranganda frönsku forsetakosninganna og óskaði henni þá góðs gengis.

Macron hafði betur gegn Le Pen í síðari umferð forsetakosninganna fyrir ellefu dögum þar sem hann hlaut um 65 prósent atkvæða en Le Pen um 35 prósent.


Tengdar fréttir

Stuðningur við flokk Macron eykst

32 prósent af þeim 4.600 sem þátt tóku í könnuninni segjast ætla að kjósa flokk Emmanuel Macron Frakklandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×