Úrskurður mannanafnanefndar: Bæði karlar og konur mega bera nafnið Karma Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 06:00 Þessi snjallkynslóðarsystkin eru að vísu ekki íslensk en væru þau það gætu þau bæði heitað Karma. vísir/getty Tólf ný nöfn hafa bæst á íslenska mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd féllst á umsóknir þess efnis í nýliðnum mánuði. Meðal tíðinda má nefna að Karma er nú bæði kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Karma bætist þar með í hóp nafna á borð við Blær og Auður. Fallist var á eiginnafnið Karma sem karlmannsnafn af nefndinni í fyrra. Þá var einnig fallist á millinafnið Nínon þrátt fyrir að nefndin teldi að nafnið uppfyllti ekki skilyrði laga um mannanöfn. Var það gert með hliðsjón af niðurstöðu héraðsdóms frá apríl 2015 þar sem ákvæði laganna var talið brjóta í bága við stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu. Í því máli hafði einstaklingi verið hafnað um að bera millinafnið Gests. Einnig var fallist á millinafnið Kaldbak. Nefndin féllst með semingi á eiginnafnið Zophía með hliðsjón af því að í manntölum árið 1835 og 1840 hefði nafninu brugðið fyrir á tveimur konum í Skagafirði. Þótti sá ritháttur því hefðaður í íslenskt mál. Þá féllst nefndin á kvenmannsnöfnin Snæfríð, Randí, Ýrún og Estel. Tvíliðaða nafnið Jónbjarni þótti falla að íslensku málkerfi en nefndin minntist á í úrskurði sínum um það að þríliðuð nöfn, á borð við Guðmundpáll, væru bönnuð. Önnur samþykkt eiginnöfn karla voru Andrean, Jonni og Annmar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má heita Steðji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia Karlmannsnöfnin Steðji, Fannþór og Baddi og kvenmannsnöfnin Lofthildur og Vivian eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum. 27. febrúar 2017 23:34 Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan meðal þeirra nafna sem nefndin samþykkir. 23. júní 2016 16:35 Eir leyft fyrir karla og konur Níu nöfn bættust á mannanafnaskrá í liðnum mánuði en einni nafnumsókn var hafnað. Úrskurðir mannanafnanefndar voru birtir í gær. 9. nóvember 2016 07:15 Erlendir miðlar fjalla um nafnið Angelína Mannanafnanefnd gaf grænt ljós á nafnið á dögunum og hefur það vakið athygli út fyrir landssteinana. 23. september 2016 14:45 Millinafnið Mordal í náð en eiginnafnið Hel ekki Mannanafnanefnd birti úrskurð um fimm nöfn, sem var ýmist hafnað eða samþykkt og voru þar á meðal nöfnin Mordal og Hel. 25. janúar 2017 20:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Tólf ný nöfn hafa bæst á íslenska mannanafnaskrá. Mannanafnanefnd féllst á umsóknir þess efnis í nýliðnum mánuði. Meðal tíðinda má nefna að Karma er nú bæði kvenmannsnafn og karlmannsnafn. Karma bætist þar með í hóp nafna á borð við Blær og Auður. Fallist var á eiginnafnið Karma sem karlmannsnafn af nefndinni í fyrra. Þá var einnig fallist á millinafnið Nínon þrátt fyrir að nefndin teldi að nafnið uppfyllti ekki skilyrði laga um mannanöfn. Var það gert með hliðsjón af niðurstöðu héraðsdóms frá apríl 2015 þar sem ákvæði laganna var talið brjóta í bága við stjórnarskrána og mannréttindasáttmála Evrópu. Í því máli hafði einstaklingi verið hafnað um að bera millinafnið Gests. Einnig var fallist á millinafnið Kaldbak. Nefndin féllst með semingi á eiginnafnið Zophía með hliðsjón af því að í manntölum árið 1835 og 1840 hefði nafninu brugðið fyrir á tveimur konum í Skagafirði. Þótti sá ritháttur því hefðaður í íslenskt mál. Þá féllst nefndin á kvenmannsnöfnin Snæfríð, Randí, Ýrún og Estel. Tvíliðaða nafnið Jónbjarni þótti falla að íslensku málkerfi en nefndin minntist á í úrskurði sínum um það að þríliðuð nöfn, á borð við Guðmundpáll, væru bönnuð. Önnur samþykkt eiginnöfn karla voru Andrean, Jonni og Annmar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má heita Steðji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia Karlmannsnöfnin Steðji, Fannþór og Baddi og kvenmannsnöfnin Lofthildur og Vivian eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum. 27. febrúar 2017 23:34 Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan meðal þeirra nafna sem nefndin samþykkir. 23. júní 2016 16:35 Eir leyft fyrir karla og konur Níu nöfn bættust á mannanafnaskrá í liðnum mánuði en einni nafnumsókn var hafnað. Úrskurðir mannanafnanefndar voru birtir í gær. 9. nóvember 2016 07:15 Erlendir miðlar fjalla um nafnið Angelína Mannanafnanefnd gaf grænt ljós á nafnið á dögunum og hefur það vakið athygli út fyrir landssteinana. 23. september 2016 14:45 Millinafnið Mordal í náð en eiginnafnið Hel ekki Mannanafnanefnd birti úrskurð um fimm nöfn, sem var ýmist hafnað eða samþykkt og voru þar á meðal nöfnin Mordal og Hel. 25. janúar 2017 20:20 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Má heita Steðji og Lofthildur en ekki Baltazar og Zophia Karlmannsnöfnin Steðji, Fannþór og Baddi og kvenmannsnöfnin Lofthildur og Vivian eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt í nýlegum úrskurðum. 27. febrúar 2017 23:34
Mannanafnanefnd: Karma má vera karlmannsnafn og Ári er ekki of niðrandi Karlmannsnöfnin Karma, Ári og Gaddi og kvenmannsnöfnin Eiríksína, Kikka og Liljan meðal þeirra nafna sem nefndin samþykkir. 23. júní 2016 16:35
Eir leyft fyrir karla og konur Níu nöfn bættust á mannanafnaskrá í liðnum mánuði en einni nafnumsókn var hafnað. Úrskurðir mannanafnanefndar voru birtir í gær. 9. nóvember 2016 07:15
Erlendir miðlar fjalla um nafnið Angelína Mannanafnanefnd gaf grænt ljós á nafnið á dögunum og hefur það vakið athygli út fyrir landssteinana. 23. september 2016 14:45
Millinafnið Mordal í náð en eiginnafnið Hel ekki Mannanafnanefnd birti úrskurð um fimm nöfn, sem var ýmist hafnað eða samþykkt og voru þar á meðal nöfnin Mordal og Hel. 25. janúar 2017 20:20
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?