Blikar fengu að heyra það frá Óskari Hrafni: „Þeir bæta sig ekki neitt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 11:45 Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Breiðablik fékk skell á móti nýliðum KA, 3-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi en Blikarnir voru lakari aðilinn nánast allan leikinn og áttu ekkert skilið úr leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, hafði ekkert gott um Blikana að segja eftir þessa daufu frammistöðu og lét þá heyra það í fyrsta markaþætti sumarsins sem var í opinni dagskrá Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „Blikaliðið virkaði á mig, ef undan eru skildar síðustu tíu mínúturnar, nákvæmlega eins og það hefur virkað á mig í allan vetur og í síðustu umferðunum í fyrra. Það er andlaust, dauft og menn virðast hafa ekkert svakalega gaman að því sem menn eru að gera,“ sagði Óskar Hrafn og Logi Ólafsson bætti við: „Grundvöllurinn að því að vinna leiki er að gera það sem KA gerir í þessum leik. Þeir fara af alvöru inn í leikinn og í tæklingarnar og vilja vinna þær. Það er eins og Kópavogsmenn forðist það eins og heitan eldinn að lenda í návígum og sýna af sér einhverja hörku.“ Það lifnaði aðeins yfir leik Blikanna þegar Höskuldur Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður en hann náði þó ekki að bjarga Kópavogsliðinu. „Höskuldur kom mjög sterkur inn. Ég get ekki fundið rökrétta skýringu á því að hafa Höskuld Gunnlaugsson á bekknum og Aron Bjarnason í byrjunarliðinu. Aron var nánast ekki þáttakandi í þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn. „Blikar þurfa aðeins að fara að hugsa sinn gang. Ár eftir ár eftir ár mæta sömu mennirnir til leiks; Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman og Arnþór Ari núna á sínu þriðja tímabili og þeir eru alveg eins. Þeir eru ekki orðnir betri. Þeir bæta sig ekki neitt.“ „Af hverju eru menn sem eru komnir með miklu meiri reynslu en þeir voru með fyrir þremur árum orðnir betri? Af hverju eru þeir að gera sömu mistökin? Ég held að Blikarnir þurfi aðeins að skoða hvers vegna leikmennirnir þeirra eru ekki að bæta sig,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15 Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19 Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Böðvar er fyrsti Trabant Pepsi-deildarinnar í sumar: „Ég vona að hann hætti þessu bulli“ Hörður Magnússon og félagar í Pepsi-mörkunum ætla að bjóða upp á nýjan dagskrárlið í þættinum í sumar en þeir munu þá velja Trabant hverrar umferðar. Þetta kom í ljós í fyrsta Pepsi-markaþætti sumarsins í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:15
Arnar: Hefði notað tíu skiptingar ef það mætti Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna eftir 3-1 tap fyrir KA í dag. 1. maí 2017 19:19
Sjáðu fyrsta þáttinn af Síðustu 20 Hörður Magnússon og Tómas Þór Þórðarson stýra nýjum þætti um Pepsi-deildina í fótbolta sem var frumsýndur í gærkvöldi. 2. maí 2017 10:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KA 1-3 | Draumabyrjun nýliðanna KA-menn byrja Pepsi-deildina vel en liðið vann 3-1 sigur á Breiðbliki í Kópavoginum í kvöld. 1. maí 2017 19:30
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti