Íslenski boltinn

Þór/KA stelpurnar urðu Íslandsmeistarar þegar þær byrjuðu síðast svona vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012.
Þór/KA fagnar Íslandsmeistaratitli sínum 2012. Vísir/Auðunn
Stelpurnar í Þór/KA hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna en Akureyrarliðið vann 1-0 sigur á Breiðabliki í Boganum í gær.

Þór/KA-liðið hafði áður unnið 1-0 sigur á meistaraefnunum í Val en sá leikur fór einnig fram í Boganum.

Þór/KA hefur aðeins einu sinni áður verið með fullt hús stig eftir tvær umferðir og það var einmitt sumarið þegar liðið vann Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið árið 2012.

Þjálfarinn Halldór Jón Sigurðsson tók við Þór/KA-liðinu í vetur af Jóhanni Kristni Gunnarssyni en Jóhann gerði Þór/KA einmitt að Íslandsmeisturum fyrir fimm árum síðan.

Þór/KA var þá spáð fimmta sætinu en vann Stjörnuna (spáð 2. sæti) og KR (spáð 8. sæti) í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Þór/KA-liðinu var spáð 4. sæti fyrir þetta tímabil en liðin sem liðið hefur lagt af velli voru einmitt í tveimur efstu sætunum í spánni; Val var spáð titlinum og Breiðabliki 2. sætinu.  

Halldór Jón gat ekki óskað sér betri byrjun með liðið en hann lætur Þór/KA stelpur spila Conte-kerfið með þriggja manna vörn og sókndjarfa vængbakverði. Það er að koma vel út í byrjun móts.

Uppskriftin hefur verið svipuð í báðum leikjum þar sem sigurmarkið hefur komið í upphafi leiks (9. og 10. mínútu). Sandra Stephany hefur verið konan á bak við þau bæði, skoraði sjálf sigurmarkið á móti Val en lagði upp sigurmarkið á móti Blikum fyrir Huldu Ósk Jónsdóttur.

Áfallið að missa Söndru Maríu Jessen í krossbandaslit í landsliðsverkefni var örugglega mikið en árangur liðsins í fyrstu tveimur umferðunum en þeim mun merkilegri fyrir vikið.

Þetta er aðeins í annað skiptið sem Þór/KA vinnur tvo fyrstu leiki sína en þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem liðið heldur hreinu í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Þar eiga markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðvörðurinn Bianca Elissa Sierra mikið hrós skilið en þær gengu báðar til liðs við Þór/KA-liðið í vetur. Fyrirliðinn Lillý Rut Hlynsdóttir stígur heldur ekki feilspor í miðju varnarinnar með Biöncu sér við hlið.Fyrstu tveir leikir Þór/KA á Íslandsmótinu frá 2000 til 2017:

2000: 0 stig, -6 (0-6)

3-0 tap fyrir Val (heima)

3-0 tap fyrir Stjörnunni (heima)

Liðið lék undir merkjum Þór/KA/KS frá 2001 til 2005

2006: 3 stig, -3 (4-7)

4-1 sigur á FH (heima)

6-0 tap fyrir Val (úti)

2007: 0 stig, -8 (2-10)

7-0 tap fyrir Keflavík (úti)

3-2 tap fyrir Breiðabliki (heima)

2008: 0 stig, -5 (3-8)

5-1 tap fyrir Val (úti)

3-2 tap fyrir KTR (heima)

2009: 3 stig, +6 (12-6)

6-1 tap fyrir Breiðabliki (úti)

11-0 sigur á ÍR (heima)

2010: 4 stig, +2 (5-3)

2-2 jafntefli við Grindavík (úti)

3-1 sigur á Breiðabliki (heima)

2011: 3 stig, -4 (2-6)

5-0 tap fyrir ÍBV (heima)

2-1 sigur á Grindavík (úti)

2012: 6 stig, +3 (4-1)

3-1 sigur á Stjörnunni (heima)

1-0 sigur á KR (úti)

2013: 1 stig, -1 (2-3)

1-1 jafntefli við FH (heima)

2-1 tap fyrir Stjörnunni (heima)

2014: 4 stig, +1 (4-3)

1-1 jafntefli við Val (heima)

3-2 sigur á Selfossi (úti)

2015: 4 stig, +3 (4-1)

1-1 jafntefli við ÍBV (heima)

3-0 sigur á Þrótti (úti)

2016: 3 stig, 0 (4-4)

4-0 tap fyrir Stjörnunni (úti)

4-0 sigur á ÍA (heima)

2017: 6 stig, +2 (2-0)

1-0 sigur á Val (heima)

1-0 sigur á Breiðabliki (heima)

Besti árangur Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:

6 stig - 2012 (+3)

6 stig - 2017 (+2)

4 stig - 2015 (+3)

4 stig - 2010 (+2)

4 stig - 2014 (+1)

3 stig - 2009 (+6)

3 stig - 2016 (0)

3 stig - 2006 (-3)

3 stig - 2011 (-4)

Fæst mörk fengin á sig hjá Þór/KA í fyrstu tveimur leikjunum:

0 - 2017

1 - 2012

1 - 2015

3 - 2010

3 - 2013

3 - 2014
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.