UEFA íhugar að breyta vítaspyrnukeppnunum | Vilja sjá ABBA-kerfið í framtíðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2017 09:45 Didier Drogba tók eina frægustu vítaspyrnu síðari ára þegar hann tryggði Chelsea sigur í Meistaradeildinni 2012. Hér má sjá myndasyrpu frá því. Vísir/Samsett/Getty Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að skoða þann möguleika að breyta fyrirkomulagi vítaspyrnukeppna í leikjum á sínum vegum. Nýjar vítaspyrnureglur hafa verið kynntar til leiks og verða prófaðar á úrslitamóti sautján ára landsliða sem hófst í Króatíu í þessari viku. Mörgum finnst vítaspyrnukeppnir vera mjög ósanngjörn leið til að gera út um mikilvægustu landsleiki á ferlum leikmanna. Þær munu þó áfram ráða úrslitum í jöfnunar útsláttarleikjum því UEFA verður áfram með vítakeppnir. Vítaspyrnukeppnirnar munu hinsvegar breytast úr ABAB fyrirkomulagi í í ABBA fyrirkomulag. Eins og reglurnar eru í dag þá skiptast liðin á því að taka vítin. Lið A byrjar og svo tekur lið B sína fyrstu spyrnu og svo framvegis þar til bæði lið hafa tekið fimm vítaspyrnur. Breytingatillaga UEFA-manna hefur það markið að reyna að minnka forskot þess liðs sem tekur fyrstu spyrnuna en tölfræðin sýnir að 60 prósent liða sem taka fyrstu spyrnu vinna vítaspyrnukeppnirnar. Nýja fyrirkomulagi er svokallað snákafyrirkomulag eða ABBA-kerfi eins og BBC setur þetta upp í frétt sinni. Lið A tekur þá fyrstu spyrnu en svo fær B að taka tvær spyrnur í röð. A tekur síðan næstu tvær spyrnu og svo framvegis. Með þessu skiptast liðin á því að setja pressu á hitt liðið en kenningin er sú að í dag sé mun meiri pressa á þeim leikmanni sem tekur seinni spyrnuna í hverri umferð. Það verður athyglisvert að sjá hvernig nýja vítaspyrnukerfið kemur út í Króatíu fari svo að einhver leikjanna endi í vítaspyrnukeppnum. Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er að skoða þann möguleika að breyta fyrirkomulagi vítaspyrnukeppna í leikjum á sínum vegum. Nýjar vítaspyrnureglur hafa verið kynntar til leiks og verða prófaðar á úrslitamóti sautján ára landsliða sem hófst í Króatíu í þessari viku. Mörgum finnst vítaspyrnukeppnir vera mjög ósanngjörn leið til að gera út um mikilvægustu landsleiki á ferlum leikmanna. Þær munu þó áfram ráða úrslitum í jöfnunar útsláttarleikjum því UEFA verður áfram með vítakeppnir. Vítaspyrnukeppnirnar munu hinsvegar breytast úr ABAB fyrirkomulagi í í ABBA fyrirkomulag. Eins og reglurnar eru í dag þá skiptast liðin á því að taka vítin. Lið A byrjar og svo tekur lið B sína fyrstu spyrnu og svo framvegis þar til bæði lið hafa tekið fimm vítaspyrnur. Breytingatillaga UEFA-manna hefur það markið að reyna að minnka forskot þess liðs sem tekur fyrstu spyrnuna en tölfræðin sýnir að 60 prósent liða sem taka fyrstu spyrnu vinna vítaspyrnukeppnirnar. Nýja fyrirkomulagi er svokallað snákafyrirkomulag eða ABBA-kerfi eins og BBC setur þetta upp í frétt sinni. Lið A tekur þá fyrstu spyrnu en svo fær B að taka tvær spyrnur í röð. A tekur síðan næstu tvær spyrnu og svo framvegis. Með þessu skiptast liðin á því að setja pressu á hitt liðið en kenningin er sú að í dag sé mun meiri pressa á þeim leikmanni sem tekur seinni spyrnuna í hverri umferð. Það verður athyglisvert að sjá hvernig nýja vítaspyrnukerfið kemur út í Króatíu fari svo að einhver leikjanna endi í vítaspyrnukeppnum.
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira