Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla funduðu í hádeginu í gær um fyrirhugaða sameiningu. Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á fundinn. Kennarar ætla að hittast aftur í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu. vísir/ernir „Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira