Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Starfsmenn Fjölbrautaskólans við Ármúla funduðu í hádeginu í gær um fyrirhugaða sameiningu. Fjölmiðlum var ekki hleypt inn á fundinn. Kennarar ætla að hittast aftur í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu. vísir/ernir „Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Fólk er bara í einhverri óvissu. Þetta er svona óvissuástand. Ég segi ekki annað,“ segir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennara í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Stefnt er að því að sameina Fjölbrautaskólann við Ármúla og Tækniskóla Íslands. Unnar segist hafa séð fréttirnar á netmiðlum í gærmorgun. Unnar Þór segir það persónulega upplifun sína að ríkið sé að með ásetningi að halda áformunum leyndu fyrir kennurum. Það skapi vanda fyrir starfsfólkið. „Nú er umsóknarfrestur um kennslustörf að renna út og ég veit ekkert hvað verður um atvinnu fólks eða hvað kemur út úr þessu,“ segir Unnar. Hann segir kennara ætla að hittast í dag og senda frá sér yfirlýsingu að því loknu.Guðríður ArnardóttirGuðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikilvægt að tryggja að réttindi kennara við Fjölbrautaskólann í Ármúla haldist óbreytt og að stjórnsýslulög nái áfram til þeirra. Hún segir áformin í eðli sínu vera einkavæðingu skólans, en menntun eigi að vera á ábyrgð hins opinbera. Hún segist vera uggandi yfir þróuninni, því stutt sé síðan Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn sameinuðust. „Það er verið að gera þetta skóla fyrir skóla. Tækniskólinn er stærsti skóli landsins. Svo bættist við Iðnskólinn í Hafnarfirði og núna Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Hvaða skóli verður næstur?“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hafi greint sér frá þessum hugmyndum í apríl. „Þetta var bara eitt af því sem ég hafði rætt við Kristján varðandi hugmyndir um það hvernig ætti að bregðast við fækkun nemenda á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Áslaug en bætir við að hún viti ekki hversu langt umræðan um þessar hugmyndir sé komin. Aðrir nefndarmenn voru ekki upplýstir og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, segist ekki hafa frétt af málinu fyrr en í útvarpsfréttum í gærmorgun. „Það er með algerum ólíkindum að þingið frétti af svona stórri ákvörðun í menntamálum í gegnum fjölmiðla,“ segir Andrés Ingi. Andrés Ingi bendir á að nú sé fjármálaáætlun til næstu fimm ára til meðferðar í þingnefndum. „Við vorum með ráðherrann og ráðuneytið á fundi í nefndinni til að fara sérstaklega yfir þessi málasvið fyrir rúmri viku. Þar var ekki minnst orði á þetta þótt maður hefði þó haldið að þetta væri einn af stóru punktunum til að ræða þegar verið er að skoða þessa stefnu,“ bætir Andrés við. Áslaug Arna hefur boðað Kristján Þór á fund nefndarinnar og mun hann mæta á fund í dag og svo aftur á þriðjudag.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira