Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 09:27 Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. MYND/ANNA GYÐA PÉTURSDÓTTIR Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849. Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849.
Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45