Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 09:27 Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. MYND/ANNA GYÐA PÉTURSDÓTTIR Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849. Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849.
Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45