Búið að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti húsið vegna veggjatítlna Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 09:27 Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. MYND/ANNA GYÐA PÉTURSDÓTTIR Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849. Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Búið er að stofna styrktarreikning fyrir fjölskylduna sem missti hús og innbú eftir að í ljós kom að veggjatítlur hefðu étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra í Hafnarfirði. Hjónin Anna Gyða Pétursdóttir og Ingvar Ari Arason hafa ásamt þremur börnum sínum búið hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Yngsta barn þeirra hjóna er einungis nokkurra vikna gamalt. „Núna stendur þessi fallega fjölskylda með börn frá 7vikna og uppúr, allslaus en eina sem eftir er, eru áhvílandi skuldir á ónýtu húsi, nánast ekkert innbú, allt farið,“ segir í Facebook-færslu Hilmars Snæs Rúnarssonar, bróður Ingvars Ara, þar sem hann greinir frá því að styrktarreikningur hafi verið stofnaður. „Þegar þessi skaðvalda dýr yfirtaka hús er aðeins eitt í stöðunni, farga og brenna húsið. Engin tryggingafélög né Viðlagasjóður taka þátt í þesskonar tjóni og í raun enga hjálp að fá. Við biðlum til ykkar elsku fólk að hjálpa þeim að koma undir sig fótunum á ný. Hver króna skiptir máli í þessu stóra verkefni sem fjölskyldan á fyrir höndum,“ segir í færslunni.Í frétt Vísis frá í lok apríl kemur fram að hjónin hafi uppgötvað skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þar hafi komið í ljós göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt. „Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ sagði Anna Gyða í samtali við Vísi. Styrktarreikningurinn er númer 0544-04-762504 og kennitalan 211077-4849.
Tengdar fréttir Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. 28. apríl 2017 16:45