Segja önnur hús í hverfinu í hættu vegna veggjatítlna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2017 16:45 Hús hjónanna er ónýtt. Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“ Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Hjón í Hafnarfirði með þrjú börn standa nú frammi fyrir því að missa aleiguna eftir að í ljós kom að veggjatítlur hafa étið sig í gegnum burðarvirki og veggi heimilis þeirra. „Það er ekki nóg með að þurfa að labba út úr húsi með fimm manna fjölskyldu á einum degi og vita ekki hvert maður á að fara þá er í rauninni ekkert ferli sem fer af stað. Fólk sem lendir í bruna fer í ferli en maður lendir ekki í neinu ferli með þetta,“ segir Anna Gyða Pétursdóttir sem segir áfallið mikið. Hún, og maður hennar Ingvar Ari Arason, ásamt þremur börnum þeirra en það yngsta er sjö vikna gamalt, búa nú hjá móður hans á meðan þau leita sér að leiguhúsnæði. Hjónin uppgötvuðu skemmdirnar þegar þau fóru í smávægilegar framkvæmdir á húsinu, gömlu timburhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Í ljós komu göt í gólfi og eftir að málið var kannað var ljóst að veggjatítlur höfðu hreiðrað um sig í húsinu, sem talið er ónýtt.Sjá má göt eftir veggjatítlur á myndinni.Mynd/Anna Gyða Pétursdóttir„Sérfræðingar meta það sem ónýtt vegna þess að það er töluverð útbreiðsla á veggjatítlunni á neðri hæðinni. Það þýðir að við hefðum þurft að rífa alla burðarbita, alla milliveggi og við hefðum þurft að gera alla neðri hæðina fokhelda,“ segir Anna Gyða. Ofan á þetta bættist að við nánari skoðun kom í ljós að mygla fannst í þaki hússins og því ljóst að gríðarlegar framkvæmdir þarf að gera á húsinu, sem byggt var árið 1905 og er friðað. „Þannig að ef við ætluðum að gera við þetta þyrftum við að rífa alla neðri hæðina og rífa þakið þannig að það gefur auga leið að það er ekkert eftir,“ segir Anna Gyða. Þá bíða þau eftir að sjá hversu mikið tjón er á innbúinu enda sækja veggjatítlur einnig í timburhúsgögn. Ljóst er því að tjónið er gríðarlegt. Erfitt getur þó reynst að sækja bætur vegna málsins, ekki er hægt að tryggja sig gagnvart veggjatítlum og þá tekur Viðlagasjóður ekki á tjóni vegna veggjatítlna.Funda með bæjarstjóranum Anna Gyða segir að þau séu kominn lögmann í málið og leita að styrkjum og sjóðum sem hægt er að leita í vegna málsins. Þá segir Anna Gyða að einstaklingar sem lent hafi í svipuðu tjóni hafi sett í samband við fjölskylduna og segir hún að gott sé að geta leitað ráða hjá þeim. Þá eiga þau með fund með bæjarstjóra Hafnarfjarðar vegna málsins enda mikið um gömul timburhús í hverfinu og vel þekkt að veggjatítlur geti farið á milli húsa. Önnur hús séu því mögulega í hættu en í hverfinu má finna mörg gömul timburhús. „Þetta kemur fleirum við en okkur, þetta kemur bænum við þar sem þetta er í miðbæ Hafnarfjarðar og það er mikið af gömlum timburhúsum í kring. Bjallan getur flogið og er smitandi. Við verðum að geta treyst á að bærinn geri eitthvað þegar önnur hús eru í smithættu.“ Þá segir Anna Gyða einkennilegt að ekki sé hægt að sækja í Viðlagasjóð enda megi hiklaust flokka veggjatítlur undir náttúruhamfarir. „Þeir eru með þetta stóra nafn en mjög þröng skilyrði sem eru náttúruhamfarir. Ef þetta eru ekki náttúruhamfarir þá veit ég ekki hvað. Þetta eru dýr og þetta er altjón svipað og snjóflóð. Það á bara að flokkast undir það sama.“
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira