Macron gjörsigrar Le Pen gangi spár eftir Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2017 21:54 Marine Le Pen og Emmanuel Macron munu takast á í næstu umferð kosninganna. Vísir/getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron mun sigra Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, með yfirburðum í næstu umferð frönsku forsetakosninganna ef fyrstu spár ganga eftir. Alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Ipsos telur að Macron muni hljóta um 62% atkvæða gegn 38% Le Pen í könnun sem fyrirtækið framkvæmdi fyrir France Télévisions, franska ríkissjónvarpið.Þrátt fyrir að enn séu tvær vikur þangað til að Frakkar ganga aftur að kjörborðinu í seinni umferð kosninganna, og kannanir beggja vegna Atlantsála hafi ekki verið óbrigðular í kosningum síðasta árs, eru niðurstöður Ipsos taldar gefa nokkuð skýra mynd af stöðu mála.Sjá einnig: Macron og Le Pen efstÞannig spáði fyrirtækið í aðdraganda kosninganna í kvöld að Macron myndi standa uppi sem sigurvegari með um 24% atkvæða, Le Pen fengi um 21% og Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, hlyti um 19% atkvæða.Eins og Vísir greindi frá var það nákvæmlega sá atkvæðafjöldi sem fyrstu útgönguspár gerðu ráð fyrir þegar kjörstöðum lokaði klukkan 18 í kvöld. Það skyldi því engan undra að stuðningsmenn Macron hafi strax tekið að fagna sigri í kvöld og hyllt sinn mann sem næsta forseta Frakklands. Í ræðu sinni í kvöld sagði Macron að hann vildi vera forseti „ættjarðarvina sem standa nú frammi fyrir ógninni sem stafar af þjóðernissinnum“ og fór ekki á milli mála að hann vísaði þar til stuðningsmanna Þjóðfylkingar Le Pen.Sjá einnig: Le Pen sigri hrósandi: „Kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina“Hún hefur verið harðorð í garð þessa fyrrum bankamanns sem styður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, ólíkt henni. Hefur Le Pen sagt að Macron sé frambjóðandi fjármagnseigenda og að frjálslynd viðhorf hans muni kalla yfir Frakkland óstöðvandi straum hælisleitanda og hryðjuverkamanna - að ótaldri hömlulausri samkeppni útlenskra stórfyrirtækja sem muni leggja franskan efnahag í rúst. „Á aðeins einu ári höfum við gjörbreytt ásýnd franskra stjórnmála,“ sagði Macron við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna sem hafa ærna ástæðu til að gleðjast ef fer sem horfir.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira