Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 15:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju. Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju.
Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira