Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Fleiri sérsveitarmenn voru á vakt um helgina en venja er vegna hryðjuverkanna í Stokkhólmi og sprengju sem fannst í Ósló. vísir/vilhelm Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira