Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 06:00 Fleiri sérsveitarmenn voru á vakt um helgina en venja er vegna hryðjuverkanna í Stokkhólmi og sprengju sem fannst í Ósló. vísir/vilhelm Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Lögreglan mun hafa aukið eftirlit að minnsta kosti fram yfir páska vegna árásarinnar í Stokkhólmi fyrir helgi og atburðar í Ósló um helgina, þegar heimagerð sprengja fannst. Eftir að fréttir af árásinni í Svíþjóð bárust virkjaði greiningardeild Ríkislögreglustjóra verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum. Í því fólust tilmæli til lögreglunnar á Suðurnesjum um að vera sérstaklega vakandi vegna flugumferðar, ákveðið var að fjölga sérsveitarmönnum á vakt og lögreglulið fékk tilmæli um að vera á varðbergi gagnvart grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi. „En eins og staðan er núna höfum við ekki hækkað okkar viðbúnaðarstig og við náttúrlega vonumst til þess að ekkert þessu líkt gerist á Íslandi. En við reynum að vera viðbúin og útilokum að sjálfsögðu ekkert,“ segir Haraldur.Haraldur Johannessenvísir/gvaHann segir að auknu eftirliti verði haldið áfram, að minnsta kosti fram yfir páska. „Við ætlum að hafa okkar sérsveitarmenn áfram með sín vopn og fleiri sérsveitarmenn við vinnu fram yfir páska. Við erum líka að beina ákveðnum tilmælum til lögreglustjórans á Suðurnesjum varðandi vopnaburð í flugstöðinni,“ segir Haraldur. Þá beinir Ríkislögreglustjóri einnig tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um aukið eftirlit á stöðum þar sem mikill fjöldi fólks kemur saman. „Það sem kallar á þetta eru ekki einungis atburðir í Stokkhólmi heldur líka það sem var að gerast í Ósló. Það er okkar mat að við þurfum að fylgjast mjög vel með hér á landi,“ segir Haraldur. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa verið í sambandi við Ríkislögreglustjóra eftir árásina í Stokkhólmi. Ráðuneytið var meðal annars upplýst um það verklag sem sett var í gang. Sigríður segir reynt að hafa almennan viðbúnað lögreglu í eins góðu horfi og hægt er á hverjum tíma. „Það eru allir tilbúnir til að vera eins vel í stakk búnir og hægt er,“ segir hún. Þá segir hún það alþjóðasamstarf sem Ísland er í á sviði landamæravörslu og löggæslu skipta miklu máli. „Við erum í Schengen-samstarfinu þar sem við höfum aðgang að tækjum og greiningarvinnu sem við nýtum okkur,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira