Pútín gefur lítið fyrir gagnrýni Vesturlanda vegna Sýrlands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2017 22:45 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Vísir/AFP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa. Sýrland Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gefur lítið fyrir gagnrýni ráðamanna á vesturlöndum, í garð rússneskra stjórnvalda fyrir stuðning sinn við Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í opinberri heimsókn í Rússlandi og mun hann hitta rússneskan kollega sinn, Sergei Lavrov, á morgun. Þar mun hann bera ráðamönnum í Rússlandi þau skilaboð frá helstu leiðtogum Vesturlanda, að það sé ótækt að Rússar haldi áfram stuðningi sínum við stjórnarher sýrlenska einræðisherrans. Eins og alkunna er, skutu Bandaríkjamenn 56 eldflaugum á flugvöll í eigu sýrlenska stjórnarhersins, í kjölfar ásakana um að sýrlenski stjórnarherinn hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás gegn almennum borgurum, þar sem rúmlega 80 manns létu lífið, en Rússar hafa stutt stjórnarherinn með vopnum og þá er jafnframt talið að rússneskir hermenn hafi einnig tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi. Ljóst er að skilaboð vestrænna ráðamanna hljóta ekki hljómgrunn í eyrum Pútíns, en hann segir að að umrædd efnavopnaárás hafi verið gerð af uppreisnarmönnum, sem hafi með árásinni vonast til þess að fá Bandaríkin til þess að beita sér gegn stjórnarhernum. Þá segir hann að líklegt sé að slíkt verði gert aftur. Við höfum upplýsingar undir hendi sem benda til þess að fleiri slíkar árásir séu í undirbúningi, í öðrum hlutum Sýrlands, þar sem á aftur að koma sökinni á sýrlenska stjórnarherinn. Pútín hefur ekki sýnt fram á nein gögn máli sínu til stuðnings. Hann segir að Rússar muni kalla eftir því að Sameinuðu þjóðirnar muni rannsaka umrædda efnavopnaárás og þá sakaði hann vestræna ráðamenn um að styðja árás Bandaríkjahers, einungis til þess að koma sér í mjúkinn hjá Donald Trump, Bandaríkjaforseta. James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk yfirvöld væru í engum vafa um það að sýrlenski stjórnarherinn hefði vissulega staðið að baki efnavopnaárásinni. Óljóst er með hvaða hætti vesturlönd munu þrýsta á Rússa um að láta af stuðningi sínum við Assad, en ekki ríkir einhugur um hvaða aðferðum á að beita. Þannig hafa Bretar lagt til að Rússar verði beittir frekari efnahagslegum þvingunum, líkt og eftir innlimun þeirra á Krímskaga 2014, en sagt er að öðrum vestrænum leiðtogum lítist ekki á þá hugmynd og vilji frekar láta reyna á að sannfæra Rússa.
Sýrland Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira