Erdogan tekur ekkert mark á gagnrýni vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 21:12 Erdogan, Tyrklandsforseti. Vísir/EPA Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hafnar ásökunum og lætur sér fátt um finnast, vegna gagnrýni sem borin hefur verið á fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í Tyrklandi í gær. BBC greinir frá.Í þjóðaratkvæðagreiðslunni studdi naumur meirihluti Tyrkja viðamiklar breytingar á stjórnkerfi landsins, sem gerir forsetaembættið valdameira, á kostnað þingsins. Fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur verið gagnrýnt víða, meðal annars af forsvarsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og af Evrópuráðinu. Þannig hefur til að mynda verið gagnrýnt að andstæðingar tillögunnar hafi ekki fengið sömu tækifæri til að tjá sig um skoðanir sínar, líkt og stuðningsmenn hennar. Þá hafi það verið óeðlilegt að forsetinn sjálfur og æðstu ráðamenn í Tyrklandi hafi beitt sér í jafn miklum mæli fyrir þessum niðurstöðum og raun bar vitni. Þá hafi það einnig verið óeðlilegt að fjármagn á vegum tyrkneska ríkisins hafi verið nýtt til þess að sannfæra kjósendur um að kjósa með tillögunni, auk þess sem að ítrekað hafi verið vegið að orðspori andstæðinga tillögunnar, með því að gefa í skyn að afstaða þeirra gæti á einhvern hátt aðstoðað hryðjuverkamenn. Í ávarpi frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Ankara, segir Erdogan að „Tyrkir muni ekki taka mark á ábendingum erlendra aðila, sem augljóslega séu settar fram í pólitískum tilgangi.“ Hann segir að þeir aðilar „ættu að þekkja sinn stað.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hafnar ásökunum og lætur sér fátt um finnast, vegna gagnrýni sem borin hefur verið á fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í Tyrklandi í gær. BBC greinir frá.Í þjóðaratkvæðagreiðslunni studdi naumur meirihluti Tyrkja viðamiklar breytingar á stjórnkerfi landsins, sem gerir forsetaembættið valdameira, á kostnað þingsins. Fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur verið gagnrýnt víða, meðal annars af forsvarsmönnum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og af Evrópuráðinu. Þannig hefur til að mynda verið gagnrýnt að andstæðingar tillögunnar hafi ekki fengið sömu tækifæri til að tjá sig um skoðanir sínar, líkt og stuðningsmenn hennar. Þá hafi það verið óeðlilegt að forsetinn sjálfur og æðstu ráðamenn í Tyrklandi hafi beitt sér í jafn miklum mæli fyrir þessum niðurstöðum og raun bar vitni. Þá hafi það einnig verið óeðlilegt að fjármagn á vegum tyrkneska ríkisins hafi verið nýtt til þess að sannfæra kjósendur um að kjósa með tillögunni, auk þess sem að ítrekað hafi verið vegið að orðspori andstæðinga tillögunnar, með því að gefa í skyn að afstaða þeirra gæti á einhvern hátt aðstoðað hryðjuverkamenn. Í ávarpi frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í Ankara, segir Erdogan að „Tyrkir muni ekki taka mark á ábendingum erlendra aðila, sem augljóslega séu settar fram í pólitískum tilgangi.“ Hann segir að þeir aðilar „ættu að þekkja sinn stað.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira