Fótbolti

Skellti sér í Disneyland á meðan félagarnir svitnuðu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez er ekki að spila vel í Kína.
Tevez er ekki að spila vel í Kína. vísir/getty
Það er óhætt að segja að kínverska félagið Shanghai Shenhua sé ekki að fá fyrir peninginn þar sem Carlos Tevez er annars vegar.

Argentínumaðurinn er með litlar 87 milljónir króna í vikulaun, já vikulaun, en hefur ekkert getað með liðinu.

Tevez hefur aðeins tekið þátt í fjórum leikjum síðan hann kom til félagsins í desember. Í þessum fjórum leikjum er hann búinn að skora eitt mark. Það kom úr vítaspyrnu.

Tevez gat ekki spilað með liðinu um síðustu helgi þar sem hann sagðist vera meiddur. Á sama tíma og félagarnir svitnuðu í leiknum þá var Tevez mættur með fjölskylduna í Disneyland.

Óhætt er að segja að stuðningsmenn Shenhua hafi sturlast og voru þeir nógu pirraðir á Tevez fyrir.

Það hefur annars lítið breyst hjá Tevez frá því hann var í Englandi. Hann er enn með endalausa heimþrá og svo talar hann ekki kínversku frekar en hann talaði ensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×