Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2017 12:40 Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Vísir/AFP Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent