Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2017 12:40 Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Vísir/AFP Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira