Segir Þýskaland ekkert skulda Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. mars 2017 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi sínum í Washington fyrir helgi. VÍSIR/EPA Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira