Ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að bankarnir falli á almenning Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 21:38 Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, ræddi nýja eigendur í Arion banka í Kastljósi í kvöld. Vísir/GVA/ERNIR „Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi. Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
„Ég geri allt sem í mínu valdi stendur að það verði ekki gert,“ sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í Kastljósi í kvöld þegar hún var spurð hvað hún ætli að gera til að koma í veg fyrir að nýir eigendur Arion banka geti reist sömu spilaborgina og var gert fyrir fall bankanna árið 2008. Í Kastljósi var Unnur spurð hvort það gæti ekki talist eðlileg krafa að Íslendingar fái að vita hverjir það eru sem kaupa í bönkum hér á landi. Hún sagði svarið vera „já“ í því tilviki því hér á landi sé beinlínis lagaskylda að upplýsa það. Kaupendahópurinn samanstendur af Goldman Sachs, sem eignast 2,6 prósenta hlut í Arion banka, Taconic Capital sem eignast 9,99 prósent, Attestor Capital sem sömuleiðis eignast 9,99 prósent og svo Och-Ziff Capital sem sem keypti 6,6 prósenta hlut.Hafa gefið til kynna að þeir vilja kaupa meira Unnur upplýsti í kvöld að tveir eða þrír af þessum nýju eigendum hefðu gefið til kynna að þeir hafi í huga að kaupa meira, og þá mun Fjármálaeftirlitið leggja mat á þá sem virka eigendur, en virkir eigendur eru þeir sem eiga 10 prósent eða meira í bankanum.Fréttastofa RÚV greindi frá því í kvöld að félögin sem halda utan um hluti Taconic Capital og Och-Ziff í Arion banka séu skráð til heimilis á Cayman-eyjum og því gæti reynst erfitt að rekja slóð þeirra. Unnur sagði að þegar Fjármálaeftirlitið skoðar hæfi virkra eigenda þá séu atriði til skoðunar líkt og orðspor eigenda, fjárhagsleg staða og fleira.Orðspor Och-Ziff laskað og lánshæfiseinkunn í ruslflokkiÍ september síðastliðnum greindi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að Och Ziff hefði gengist við því að greiða sekt upp á 213 milljónir dala, eða um 23 milljarða íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, vegna mútumáls. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna kom fram að Och-Ziff hefði í leit að gróða borgað margar milljónir í mútur til háttsettra embættismanna í Afríku.Greint var frá því á Vísi í dag að matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefði lækkað lánshæfiseinkunn Och-Ziff niður í ruslflokk degi eftir að félag á vegum Och-Ziff keypti hlutinn í Arion. Framtíðarhorfur félagsins eru sagðar neikvæðar, reksturinn fari versnandi og að ólíklegt þyki að félagið geti staðið undir fjárfestingum sínum. Unnur sagði að orðspor fyrirtækjanna yrði kannað og að sannreyna þyrfti upplýsingar sem hefðu komið fram undanfarna daga.Búið að herða reglur Spurð hvort að búið væri að girða fyrir að almenningur endi með gjaldþrota banka í fanginu líkt og árið 2008 svaraði Unnur að svo væri tryggt með Evrópulöggjöf sem væri búið að herða. Ábyrgð eigenda sé miklu meiri í dag og að löggjöfin miði að því að bankar lendi ekki á innistæðueigendum eða skattborgurum. Hún tók þó fram að ekki væri búið að innleiða löggjöfina hér á landi en það væri í undirbúningi.
Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00 Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Umfang vogunarsjóðanna kom lífeyrissjóðunum á óvart Óljóst er hver aðkoma lífeyrissjóðanna verður að Arion banka eftir sölu á hlut til vogunarsjóða. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna endurmeta stöðu sína í kjölfar fregnanna. 21. mars 2017 06:00
Och-Ziff í ruslflokk degi eftir kaupin í Arion Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Och-Ziff Capital Manangement Group í gær niður í ruslflokk, degi eftir að sjóður á vegum Och-Ziff keypti 6,6 prósenta hlut í Arion banka. 21. mars 2017 16:10