Þurfa að ferðast fjórtán þúsund kílómetra í heimaleikina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 23:15 Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi. Vísir/AFP Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira